Ævintýrið heldur áfram hjá Warriors 30. apríl 2007 05:45 Baron Davis fagnaði innilega í leikslok í nótt og öskubuskuævintýrið heldur áfram á þriðjudagskvöldið NordicPhotos/GettyImages Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig. NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA náði nýjum hæðum í nótt þegar öskubuskulið Golden State náði 3-1 forystu gegn Dallas með 103-99 sigri í fjórða leiknum á heimavelli. Leikurinn var stórkostleg skemmtun og bauð upp á allt það besta sem körfuboltinn hefur upp á að bjóða. Næsti leikur í einvíginu fer fram í Dallas á þriðjudagskvöldið og verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsstöðinni. Það er leikur sem enginn körfuboltaáhugamaður má láta framhjá sér fara. Aðeins tvisvar í sögu NBA hefur það gerst að liðið í 8. sæti inn í úrslitakeppni hafi sigrað liðið í 1. sæti - en það hefur aldrei gerst síðan fjóra sigra þurfti til að komast áfram í fyrstu umferðinni. Þakið var við það að rifna af Oracle Arena höllinni í Oakland í gær þar sem enn eitt áhorfendametið var sett og stemmingin ólýsanleg. Golden State hefur þegar náð að koma öllum körfuboltaheiminum á óvart með hetjulegri framgöngu sinni og Dallas-liðið er komið í bullandi vandræði í seríunni þó það eigi næsta leik á heimavelli. Dallas hafði frumkvæðið framan af leik í nótt, en heimamenn náðu alltaf að koma til baka þrátt fyrir að þeir lentu undir. Jessica Alba er líklega "heitasti" stuðningsmaður Golden State Warriors um þessar mundir og hún skemmti sér konunglega í nótt eins og sést á myndinniNordicPhotos/GettyImagesLeikstjórnandinn Baron Davis fór fyrir liði Golden State í kvöld og var gjörsamlega óstöðvandi. Hann skoraði 33 stig og hirti 8 fráköst - og toppaði frammistöðu sína með því að setja niður skot frá miðju um leið og flautan gall í lok fyrri hálfleiks. Jason Richardson skoraði 22 stig, Stephen Jackson 19 og Mickael Pietrus 16 af bekknum. Þeir Monta Ellis og Al Harrington fóru í feluleik og skoruðu samtals 1 stig - en það kom ekki í veg fyrir að öskubuskuævintýrið héldi áfram hjá liði Golden State. Jerry Stackhouse skoraði 24 stig af bekknum hjá Dallas og hristi af sér slenið sem hefur verið á honum í fyrstu leikjunum. Dirk Nowitzki skoraði 23 stig, þar af tvo þrista í blálokin sem gáfu Dallas veika von, en hann var annars langt frá sínu besta og á erfitt uppdráttar gegn varnarleik Golden State. Nowitzki hirti 15 fráköst í leiknum. Josh Howard hélt Dallas inni í leiknum í fyrri hálfleik þegar hann skoraði 20 af 22 stigum sínum. Jason Terry skoraði 19 stig.
NBA Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Sjá meira