Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi 29. apríl 2007 20:10 Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð? Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira
Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð?
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Sjá meira