Skilgreining á kostnaðarverði lóða mismunandi 29. apríl 2007 20:10 Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð? Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira
Einbýlishúsalóð í Hafnarfirði kostar innan við sjö milljónir króna, en ellefu milljónir í Reykjavík. Ellefu milljónir er kostnaðarverð, segir formaður skipulagsráðs - það fer eftir skilgreiningu á kostnaðarverði, segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Meirihlutinn í Reykjavík hefur ákveðið fast verð á lóðum í borginni næstu árin: 11 milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð, sjö og hálf fyrir raðhús og parhús og fjórar og hálf á íbúð í fjölbýli. Þetta er nokkru lægra verð en í Kópavogi, Mosfellsbæ og Garðabæ, en mun hærra en í Hafnarfirði. Þar hafa einbýlishúsalóðir verið seldar á tæpar sjö milljónir undanfarið og gjald fyrir hverja íbúð í fjölbýli hefur verið innan við þrjár milljónir. Formaður skipulagsráðs Reykjavíkur sagði í fréttum í gær að þetta fasta verð sem hefði verið ákveðið, væri algert lágmark, hreint kostnaðarverð. Sjálfstæðisflokkurinn hefði heitið lóðum á kostnaðarverði fyrir alla og með þessu væri staðið við það loforð. Því er minnihlutinn ósammála, enda hafi mun lægri tölur verið nefndar og hér sé um að ræða fjórföld gatnagerðargjöld. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir Hafnarfjörð hafa úthlutað lóðum á eignarlandi bæjarins og því hafi enginn aukakostnaður hlotist af eignarnámi og uppkaupum. Gatnagerðargjöld þar eru rúmar fjórar milljónir króna fyrir einbýlishúsalóð en við bætist tæplega þriggja milljóna króna gjald fyrir byggingaréttinn. Þetta gjald standi ekki undir kostnaði við uppbyggingu allrar nærþjónustu í nýju hverfi, svo sem skóla og leikskóla. Borgaryfirvöld tóku hins vegar mið af þessum heildarkostnaði þegar lóðaverðið var ákveðið. Þetta þýðir að þeir sem kaupa lóðir nú bera í raun mun meiri kostnað af uppbyggingu síns hverfis en áður fyrr, þegar aðeins þurfti að greiða fyrir gerð lóðarinnar sjálfrar. Einbýlishúsalóð í Grafarvogi kostaði til dæmis um fjórar milljónir árið 1999 og þótti ekki ódýrt. Spurningin er því ef til vill: hvaða skilning lögðu kjósendur í Reykjavík í orðið kostnaðarverð?
Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Fleiri fréttir Vilja færa skipulagsvald alþjóðaflugvalla til ríkis Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Tekist á um vopnastuðning við Úkraínu Hættulegustu gatnamótin við Miklubraut Skilur ekkert í afstöðu samtakanna Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Sjá meira