Körfuboltaæði í Oakland 28. apríl 2007 18:37 Stemmingin í Oakland í gær var engri lík þegar stuðningsmenn liðsins fögnuðu fyrsta heimasigri liðsins í úrslitakeppni í meira en áratug NordicPhotos/GettyImages Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld. NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira
Þrátt fyrir að lið Golden State Warriors frá Oakland í Kaliforníu hafi ekki riðið feitum hesti í NBA deildinni á síðustu árum, eru stuðningsmenn liðsins jafnan taldir þeir hollustu og bestu í allri deildinni. Í gær var 13 ára bið á enda þegar lið Warriors spilaði loks leik á heimavelli í úrslitakeppninni og fengu þeir nóg fyrir peninginn. Warriors vann afar sannfærandi sigur á deildarmeisturum Dallas Mavericks og er liðið nú afar óvænt komið yfir 2-1 í einvíginu. Metfjöldi áhorfenda sá leikinn í nótt og staðfest hefur verið að þeir 20,629 manns borguðu aðgang í Oracle Arena væri mesti fjöldi áhorfenda sem fylgst hefði með körfuboltaleik í sögu Kaliforníu. Þetta er ekki slæmur árangur í ljósi þess að fornfrægt lið LA Lakers spilar einnig í Kaliforníu. 20,000 gulum bolum með áletruninni "Við trúum" var dreif til stuðningsmanna Warriors fyrir leikinn í gær og sjá mátti stjörnur á borð við Jessica Alba, Owen Wilson og Kate Hudson spóka sig meðal áhorfenda. Dallas vann 67 leiki í deildarkeppninni í vetur og flestir tippuðu á að liðið yrði NBA meistari í ár eftir tap í úrslitarimmunni í fyrra. Það getur vissulega enn gerst, því mikið er eftir af einvíginu við Warriors í fyrstu umferðinni. Það breytir því ekki að Don gamli Nelson er að gera frábæra hluti með Warriors. Hann tók við liðinu í annað sinn á ferlinum síðasta sumar og kom því inn í úrslitakeppnina í vor með frábærum endaspretti. Nelson var áður þjálfari Dallas og þekkir því flesta leikmenn liðsins út og inn. Óhefðbundinn leikstíll liðsins hefur sett lið Dallas gjörsamlega úr jafnvægi og hefur fyrrum lærlingur Nelson og aðstoðarþjálfari, Avery Johnson, enn ekki fundið svar við gamla refnum. Johnson breytti byrjunarliði sínu fyrir fyrsta leik liðanna til að aðlagast lágvöxnu en fljótu liði Warriors - en sú áætlun sprakk í andlitið á honum. Óhætt er að segja að ef Golden State slær Dallas úr keppni, yrðu það óvæntustu úrslit í sögu úrslitakeppninnar, því Dallas náði sjötta besta árangri sem náðst hefur í sögu deildarkeppninnar í vetur með 67 sigrum. Don Nelson þjálfari lætur velgengni í fyrstu þremur leikjunum ekki stíga sér til höfuðs og segist viss um að Dallas spili sinn besta leik til þessa í fjórða leiknum annað kvöld.
NBA Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val Sjá meira