Markmiðið að tryggja sameiginlega hagsmuni 27. apríl 2007 12:36 Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Samkomulagið við Norðmenn og viljayfirlýsingin við Dani voru undirrituð í Ósló í Noregi í gær en þar stendur nú óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Með þessu er eftirlit bæði á láði og legi aukið.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir ljóst að með hlýnun loftslags verði meiri umferð á hafinu meðal annars frá hendi Norðmanna og Rússa í olíu- og gasflutningum. Þessir flutningar fari nærri Íslandi og því mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga þetta samstarf svo forða megi slysum vegna flutninganna.Samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru aukin og funda embættismenn ríkjanna þriggja á hálfs árs fresti um þau mál sem brenna á þeim.Norðmenn og Danir leggja sitt af mörkum til þjálfunar og menntunar íslensks starfsliðs. Samið verður nánar um það í hverju tilviki. Í samkomulaginu við Norðmenn er sérstaklega tiltekið að haldið verði áfram með námskeið fyrir Íslendinga í upplýsingaöflun og um öryggismál.Samstarf Íslendinga og Dana í almannavarnarmálum verður eflt og lögð drög að samkomulagi við Norðmenn í þessum málaflokki, meðal annars tengt kaupum á björgunarþyrlum.Enn verða skipti á trúnaðarupplýsingum milli landanna en samkvæmt samningunum verður öllum reglum og lögum fylgt í þeim efnum til að tryggja að þær rati ekki í hendur þriðja aðila.Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var í hádegisviðtali Stöðvar 2 um samningana. Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Markmið samninga Íslendinga við Dani og Norðmenn um öryggis- og varnarmál, sem undirritaðir voru í Ósló í gær, er að tryggja sameiginlega hagsmuni landanna í Norður-Atlantshafi. Auknu eftirliti með skipaferðum er ætlað að forða slysum við flutning á olíu og gasi. Samkomulagið við Norðmenn og viljayfirlýsingin við Dani voru undirrituð í Ósló í Noregi í gær en þar stendur nú óformlegur fundur utanríkisráðherra Atlantshafsbandalagsríkjanna. Með þessu er eftirlit bæði á láði og legi aukið.Valgerður Sverrisdóttir, utanríkisráðherra, segir ljóst að með hlýnun loftslags verði meiri umferð á hafinu meðal annars frá hendi Norðmanna og Rússa í olíu- og gasflutningum. Þessir flutningar fari nærri Íslandi og því mikilvægt fyrir Íslendinga að eiga þetta samstarf svo forða megi slysum vegna flutninganna.Samskipti ríkjanna á sviði öryggis- og varnarmála eru aukin og funda embættismenn ríkjanna þriggja á hálfs árs fresti um þau mál sem brenna á þeim.Norðmenn og Danir leggja sitt af mörkum til þjálfunar og menntunar íslensks starfsliðs. Samið verður nánar um það í hverju tilviki. Í samkomulaginu við Norðmenn er sérstaklega tiltekið að haldið verði áfram með námskeið fyrir Íslendinga í upplýsingaöflun og um öryggismál.Samstarf Íslendinga og Dana í almannavarnarmálum verður eflt og lögð drög að samkomulagi við Norðmenn í þessum málaflokki, meðal annars tengt kaupum á björgunarþyrlum.Enn verða skipti á trúnaðarupplýsingum milli landanna en samkvæmt samningunum verður öllum reglum og lögum fylgt í þeim efnum til að tryggja að þær rati ekki í hendur þriðja aðila.Grétar Már Sigurðsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins var í hádegisviðtali Stöðvar 2 um samningana.
Innlent Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira