Valsmenn eru Íslandsmeistarar 22. apríl 2007 17:50 Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27. Olís-deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27.
Olís-deild karla Mest lesið Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Handbolti Aðstoðardómarinn grét eftir leik Fótbolti Sveindís með fernu í Meistaradeildinni Fótbolti Sker niður jólagjöfina til starfsfólks United Enski boltinn Fjöldi umsókna borist og áhugaverð nöfn á borðinu Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Annar Norðmaður gæti tekið við Íslandi Fótbolti Fékk morðhótanir daglega eftir að samherjarnir höfnuðu henni Sport „Erfitt að vinna með einhverjum betri en Heimi“ Fótbolti Benóný Breki orðinn leikmaður Stockport Fótbolti Fleiri fréttir Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Sjá meira