Valsmenn eru Íslandsmeistarar 22. apríl 2007 17:50 Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27. Olís-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira
Valur er Íslandsmeistari karla í handbolta árið 2007. Liðið tryggði sér sigur í DHL-deildinni með því að leggja Hauka af velli á Ásvöllum, 33-31, en á sama tíma gerði HK 27-27 jafntefli við Akureyri fyrir norðan. Valsmenn hluti 33 stig í deildinni í vetur en HK varð í öðru sæti með 32 stig. Valsmenn náðu undirtökunum fljótlega í fyrri hálfleik og leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 16-13. Heimamenn í Haukum komu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og náðu að jafna metin í stöðunni 23-23. Valsmenn náðu hins vegar aftur forystunni og komust í 27-24 þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Haukar minnkuðu muninn í eitt mark skömmu síðar en segja má að Baldvin Þorsteinsson hafi tryggt sigurinn þegar hann skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar tvær mínútur voru eftir og kom Valsmönnum í 32-30. Haukar gerðu sitt besta til að minnka muninn á lokamínútunum en Valsmenn voru of sterkir og unnu að lokum, 33-31. "Ég hélt á tímabili að við værum að missa þetta frá okkur en seiglan skilaði okkur sigri. Þessi hópur á þetta svo sannarlega skilið," sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, í viðtali við Rúv eftir leikinn. "Loksins, loksins," sagði Markús Máni Michaelsson eftir leikinn og fagnaði langþráðum Íslandsmeistaratitli Valsmanna. "Við vissum að við þyrftum að klára þennan leik til að tryggja titilinn og auðvitað kom ekkert annað til greina. Þetta er æðislegt," sagði Markús Máni í viðtali hjá Rúv. Leikur HK og Akureyri var nokkuð sveiflukenndur. Akureyri byrjaði betur en HK náði síðan forystunni um miðjan síðari hálfleik og hafði eins marks forystu í hálfleik, 14-13. Leikmenn Akureyrar vildu þó greinilega klára tímabilið með sæmd og hleyptu HK-ingum aldrei of langt fram úr sér. Með gríðarlega öflugum varnarleik náðu Akureyringar að komast yfir 23-22 þegar 10 mínútur voru eftir og síðan í 26-23 þegar fimm mínútur voru eftir. Gestirnir sýndu hins vegar mikinn karakter á lokamínútum og náðu að jafna metin í 27-27 áður en yfir lauk, en lengra komust gestirnir ekki. HK endar því tímabilið með 32 stig, einu minna en Valsmenn. Tveir aðrir leikir fóru fram í dag; Fram vann ÍR á útivelli, 42-34, og Stjarnan vann Fylki í Árbænum, 30-27.
Olís-deild karla Mest lesið Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Sjá meira