Olíufélagið Esso og Bílanaust heita nú eftir sameininguna N1. Hermann Guðmundsson forstjóri N1, segir nafnið hafa orðið fyrir valinu til að undirstrika þann metnað fyrirtækisins að vera í forystu hvað varðar góða þjónustu við bíleigendur, fólk á ferðinni og fyrirtækin í landinu.
„Nafnið er einfalt og skemmtilegt og hentar vel fyrir félag sem ætlar að sækja fram með nýjar hugmyndir og nýjar áherslur. Við erum ekki lengur olíufélag, heldur alhliða verslunar- og þjónustufyrirtæki,“ segir Hermann.