Enn skorar Kobe yfir 50 stig 31. mars 2007 11:11 Getty Images Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento. NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Enn og aftur skoraði Kobe Bryant yfir 50 stig fyrir Los Angeles Lakers í NBA körfuboltanum í nótt. Það dugði þó ekki til sigurs í framlengdum leik gegn Houston. Bryant skoraði 53 stig fyrir Lakers í nótt en þetta er í áttunda skiptið á tímabilinu sem hann afrekar það. Þegar fjórar og hálf mínúta voru eftir af síðasta leikhluta hafði Houston 12 stiga forskot en þá tók Kóbí til sinna ráða og skoraði 25 af síðustu 28 stigum Leikers manna. Þegar venjulegur leiktími var að renna út náði Bryant að jafna metin með þessari þriggja stiga körfu, 95-95 og tryggði sínum mönnum framlengingu. En í framlengingunni voru það leikmenn Houston sem höfðu betur. Kínverjinn Yao Ming skoraði 39 stig og tók 11 fráköst og Tracy McGrady var með 30 stig og 10 stoðsendingar. Litlu mátti muna að leikurinn yrði tvíframlengdur, en Kóbí Bryant hitti ekki frá þriggja stiga línunni á lokaandartökunum og Houston fagnaði 3 stiga sigri, 107-104. Það var einnig dramatík í leik Toronto Raptors og Washington Wizards. Washington virtist vera með unninn leik í höndunum í blálokin. Michael Ruffin leikmaður Washington kastaði boltanum í hendurnar á bakverði Toronto, Morris Peterson, setti niður þriggja stiga körfu þegar lokaflautið gall við og jafnaði leikinn 109-109. Toronto hafði svo betur í framlengingunni. Chris Bosh sem skoraði 37 stig fyrir Toronto blokkeraði skot frá Gilbert Arenas í blálokin og lokatölur, 121-118. Og í Dallas náðu heimamenn í Mavericks að merja sigur á New York. Dirk Nowitzki var enn og aftur stigahæstur Dallasliðsins með 30 stig en með þeim árangri fór hann yfir 15 þúsund stiga múrinn í NBA deildinni en hann vantaði aðeins eitt stig upp á þann áfanga fyrir leikinn. Þetta var einnig tímamótasigur hjá Dallas, en liðið hefur nú unnið 61 leik á tímabilinu sem met hjá Dallas. En það var JOSH HOWARD sem bjargaði tveggja stiga sigri Dallas í nótt þegar hann blokkeraði skottilraun hjá STEPHON MARBURY og Dallas vann 2 stiga sigur, 105-103. Meðal úrslita í öðrum leikjum má nefna að Phoenix Suns vann stórisgur á Denver 125-108. San Antonio lagði Utah, Detroit vann nauman sigur á New Jersey, Miami Heat vann Minnesota, Seattle burstaði Memphis og LA Clippers lagði Sacramento.
NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum