10 gagnageymslur skapa 200 hátæknistörf 29. mars 2007 18:36 Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni. Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Þrjú stórfyrirtæki, Microsoft, Google og British Telecom, og nokkur minni hafa undanfarið leitað fyrir sér um uppsetningu annaðhvort netþjónabúa eða gagnageymsla á Íslandi. Búin og geymslurnar eiga það sameiginlegt að vera stór hús full af tölvum sem geyma gögn fyrir stórfyrirtæki eða hýsa netþjóna. Þau eiga það líka sameiginlegt að þurfa mikið pláss, mikla orku og mikið af tæknimenntuðu fólki. Data Íslandía hefur undanfarið hálft annað ár unnið að því að koma upp gagnavistun fyrir erlend stórfyritæki og meðal annars fyrir BT Group, eða British Telecom. Og fleiri renna hýru auga til Íslands. Átta stór fyrirtæki eru í viðræðum við Data Íslandía. Verið er að semja um kaup á landi undir gagnageymslur, sem myndu í fyrstu einkum vera í kringum höfuðborgina. Búist er við að þrjár þeirra rísi strax á þessu ári.Gagnageymslur þurfa mikið pláss. Álverið í Straumsvík er til samanburðar um 140 þúsund fermetrar en meðal gagnageymsla um hundrað þúsund fermetrar. Tíu gagnageymslur þyrftu 100 megavött af rafmagni og myndu skapa 200 störf. Alcan er nú með samning upp á 335 megavött og þar starfa nú um 450 manns. Hvert starf í álverinu þarf því 0,74 megavött en fyrir hvert starf í gagnageymslu þyrfti hálft megavatt.Ísland er eitt eftirsóknarverðasta land Evrópu undir svona gagnageymslur, segir Sol, og áhuginn glæddist verulega eftir að Scotland Yard svipti hulunni af áætlun Al Kaída um að sprengja höfuðstöðvar Telehouse Europe, sem er stærsta gagnahýsingarfyrirtæki Evrópu - og eitt af þeim sem Data Íslandía á nú í viðræðum við.Halldór Jörgensson, framkvæmdastjóri Microsoft á Íslandi, vildi ekki koma í viðtal vegna hugmynda tölvurisans um að koma upp netþjónabúi á Íslandi, enda væru þær enn á viðræðustigi. Hann sagði hins vegar að með slíku búi fengjust störf sem hæfðu betur menntunarstigi þjóðarinnar en í álveri, meiri arðsemi næðist á framleidda kílóvattstund og engin mengun fylgir starfseminni.
Fréttir Innlent Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent