Sterkasti leikmaður kvennaliðs Grindavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta, Tamara Bowie, hefur leikið sinn síðasta leik með liðinu á leiktíðinni. Tímasetningin þykir í meira lagi undarleg, eða í miðri úrslitakeppni.
Unndór Sigurðsson, þjálfari Grindavíkur, sagði í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í dag að Tamara hefði gefið sér þá skýringu að hún þyrfti að drífa sig til Bandaríkjanna og gefa veikri frænku sinni blóð. Bowie hefur verið einn allra besti leikmaður deildarinnar í vetur og því þarf ekki að fjölyrða um það hve mikið áfall brotthvarf hennar er fyrir lið Grindavíkur.
Haukar og Keflavík náðu í gærkvöldi forystu, 2-1, í rimmum sínum í undanúrslitunum. Keflavík lagði Grindavík og Haukar unnu ÍS.
Bowie spilar ekki meira með Grindavík

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn

„Við bara brotnum“
Körfubolti


„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn
Fleiri fréttir
