Tímaspursmál um alvarlegt slys á Gjábakkavegi 27. mars 2007 14:41 MYND/Bjarni Daníelsson Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. Björgunarsveitin fari í fjölmörg útköll yfir vetrartímann til að bjarga fólki þaðan. Í gær voru aðstæður þannig að vatn og krapi lá yfir völlunum. Tveir karlmenn á vel búnum jeppa reyndu að keyra veginn sem var á floti. Þeir fóru út af honum með þeim afleiðingum að bíllinn sökk að hluta í vatnið. Mennirnir voru búnir að vera í um klukkustund á þaki bifreiðarinnar þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Mennirnir komust að sjálfsdáðum upp á þak bifreiðarinnar, en voru búnir að vera þar í um klukkustund þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Fjöldi ökumanna keyrir daglega um Gjábakkaveg á Lyngdalsheiði þrátt fyrir að hann sé ófær. Ástæðan er sú að hann styttir leiðina milli Reykjavíkur og Árnessýslu um hálftíma. Vegurinn getur hins vegar verið afar varasamur. Bjarni Daníelsson formaður björgunarsveitarinnar Ingunnar segir einungis tímaspursmál hvenær alvarlegt slys verði á heiðinni. Björgunarsveitin fari í fjölmörg útköll yfir vetrartímann til að bjarga fólki þaðan. Í gær voru aðstæður þannig að vatn og krapi lá yfir völlunum. Tveir karlmenn á vel búnum jeppa reyndu að keyra veginn sem var á floti. Þeir fóru út af honum með þeim afleiðingum að bíllinn sökk að hluta í vatnið. Mennirnir voru búnir að vera í um klukkustund á þaki bifreiðarinnar þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu. Mennirnir komust að sjálfsdáðum upp á þak bifreiðarinnar, en voru búnir að vera þar í um klukkustund þegar þeir komust loks í símasamband og hringdu eftir hjálp. Símasamband er mjög stopult á svæðinu og Bjarni segir að mennirnir geti þakkað góðu veðri að verða ekki illa úti. Þeir hafi hins vegar gert rétt með því að reyna ekki að svamla í land. Hann segir bíl hafa farið á kaf á sömu slóðum á laugardaginn. Sá var í samfloti við annan bíl sem dró hann upp. Fólkið kallaði ekki eftir aðstoð og kom sér sjálft til byggða. Símasamband á svæðinu er mjög stopult. Árið 2003 byrjaði matsvinna við nýjan Gjábakkaveg. Úrskurður Skipulagsstofnunar um nýjan Gjábakkaveg var kærður árið 2004. Síðan var unnin ný matsskýrsla og Skipulagsstofnun fellst á hana í maí 2006. Sá úrskurður var líka kærður og umhverfisráðherra hefur ekki enn úrskurðað í málinu. Stefán Gunnar Thors hjá VSÓ ráðgjöf, sem vann skýrsluna, segir að í báðum skýrslunum komi fram að Laugardalsvellir fari á flot við vissar aðstæður eins og þær sem hafi verið síðustu daga á svæðinu.
Fréttir Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira