Boozer fór á kostum í sigri Utah 27. mars 2007 04:53 Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi fyrir Utah. Hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu utan af velli og hirti 16 fráköst gegn Washington. NordicPhotos/GettyImages Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur. NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur.
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira