Boozer fór á kostum í sigri Utah 27. mars 2007 04:53 Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi fyrir Utah. Hann hitti úr 15 af 21 skoti sínu utan af velli og hirti 16 fráköst gegn Washington. NordicPhotos/GettyImages Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira
Carlos Boozer fór á kostum í liði Utah í nótt þegar liðið lagði Washington í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Shaquille O´Neal varð 12. stigahæsti leikmaður NBA frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig í sigri Miami á Atlanta. Miami er nú komið í toppsætið í sínum riðli í Austurdeildinni. Shaquille O´Neal varð í nótt 12. stigahæsti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi þegar hann skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst í auðveldum sigri Miami á Atlanta 106-84. Salim Stoudamire skoraði 22 stig fyrir Atlanta. Lið Atlanta tók mjög hart á O´Neal í leiknum og eftir eitt brotið fékk hann slæma byltu og hringsnerist á gólfinu. "Ég er nú þekktur undir nafninu Stóri-Baryshnikov," sagði O´Neal brosandi í viðtali eftir leikinn og líkti sér við ballettdansarann goðsagnarkennda. O´Neal er iðinn við að finna gælunöfn á sjálfan sig. Hann kallaði sig "Stóra-Holræsið" eftir leik fyrir stuttu. Boston stöðvaði þriggja leikja taphrinu með 96-87 sigri á Toronto á heimavelli sínum. Paul Pierce skoraði 23 stig fyrir Boston en TJ Ford skoraði 28 stig og gaf 9 stoðsendingar fyrir Toronto. Chicago lagði Portland 100-89 þar sem breski leikmaðurinn Luol Deng setti persónulegt met með 38 stigum fyrir Chicago. LeMarcus Aldridge skoraði 20 stig fyrir Portland. Orlando lagði New York á útivelli 94-89 og eru því vonir New York um að komast í úrslitakeppnina heldur farnar að dvína. Liðið hefur unnið 30 leiki og tapað 40. Stephon Marbury skoraði 32 stig fyrir New York en Hedo Turkoglu og Jameer Nelson skoruðu 18 hvor fyrir Orlando.Houston lagði Milwaukee auðveldlega á heimavelli 106-87. Tracy McGrady skoraði 22 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Houston og Yao Ming var einnig með 22 stig, en Michael Redd skoraði 26 stig fyrir Milwaukee.Carlos Boozer setti persónulegt met með 41 stigi og hirti auk þess 16 fráköst þegar Utah lagði Washington 103-97 á heimavelli í sjónvarpsleiknum á NBA TV. Utah var á tíma 11 stigum undir í síðari hálfleiknum, en vann í nótt 16. leikinn á tímabilinu eftir að hafa verið meira en 10 stigum undir á tímapunkti í leiknum. Gilbert Arenas skoraði 32 stig fyrir Washington, sem lauk fimm leikja keppnisferðalagi um Vesturdeildina 1-4. Eddie Jordan þjálfari Washington var rekinn af velli með tvær tæknivillur fyrir að rífa sig við dómara í síðari hálfleik. Deron Williams skoraði 16 stig og gaf 13 stoðsendingar hjá Utah, sem þegar hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppninni.Phoenix vann sannfærandi sigur á botnliði Memphis 105-87 á heimavelli. Raja Bell skoraði 29 stig fyrir Phoenix og hitti úr 6 af 8 þristum sínum. Amare Stoudemire skoraði 27 stig og hirti 12 fráköst. Pau Gasol var bestur hjá Memphis með 21 stig og hirti 10 fráköst.San Antonio valtaði yfir Golden State á útivelli 126-89. Tim Duncan, Tony Parker og Michael Finley skoruðu 20 stig hver og Manu Ginobili skoraði 17. Baron Davis skoraði 17 stig fyrir Golden State. San Antonio hitti úr 60% skota sinna í leiknum og 59% þriggja stiga skota. Hér er ótalinn leikur Detroit og Denver sem fram fór í nótt, en honum voru gerð sérstök skil í frétt hér á Vísi þar sem Rasheed Wallace tryggði Detroit ævintýralegan sigur.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Fleiri fréttir Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Sjá meira