Wallace tryggði framlengingu með skoti frá miðju 27. mars 2007 04:28 Rasheed Wallace var bænheyrður í nótt NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver. NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Detroit Pistons vann í nótt ævintýralegan sigur á Denver Nuggets á heimavelli sínum 113-109, þrátt fyrir að vera án tveggja byrjunarliðsmanna sinna sem voru með flensu. Rasheed Wallace tryggði heimamönnum framlengingu með skoti frá eigin vallarhelmingi um leið og flautan gall og var maðurinn á bak við sigur liðsins í aukahlutanum. "Ég sagði strákunum að furðulegri hlutir hefðu gerst og því ekki að reyna eitthvað fáránlegt," sagði Flip Saunders þjálfari Detroit í leikhléinu þegar 1,5 sekúndur voru til leiksloka og hans menn þremur stigum undir. Sá hafði rétt fyrir sér. Marcus Camby tók innkastið fyrir Denver, en Tayshaun Prince náði að blaka boltanum úr höndum mótherja síns. Wallace hugsaði sig ekki um tvisvar og grýtti boltanum í átt að körfunni vel inni á eigin vallarhemingi. Skotið fór í spjaldið og ofan í. "Ég tek oft svona skot fyrir leiki og þetta small niður hjá mér. Það er ekki eins og við höfum verið að vinna meistaratitilinn eða eitthvað," sagði Wallace þurrlega þegar hann var spurður út í skotið. Hann sagði félögum sínum í liðinu að hann hefði ætlað að skjóta í spjaldið og ofan í. Þeir bauluðu á hann þegar hann hélt því fram við viðmælanda sinn eftir leikinn. "Jæja þá, ég er að ljúga - en mér er sama - það dugði." Wallace átti svo stóran þátt í sigri Detroit og setti aðra hefðbundna þriggja stiga körfu í framlengingunni. Denver fékk tækifæri til að jafna í lokin, en skotið geigaði. Rip Hamilton og Chris Webber hjá Detroit misstu af leiknum vegna flensu. Chauncey Billups skoraði 34 stig og gaf 10 stoðsendingar hjá Detroit í leiknum, Wallace skoraði 22 stig og Antonio McDyess skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. Marcus Camby var bestur hjá Denver með 24 stig og 13 fráköst og Nene var með 21 stig og hirti 17 fráköst. Carmelo Anthony og Allen Iverson skoruðu aðeins 29 stig samanlagt og hittu úr 11 af 33 skotum. "Við gætum gefið honum 100 svona skot og hann myndi ekki hitta úr einu einasta þeirra, en hann setti þetta niður. Mínir menn hefðu sannarlega geta spilað betur úr innkastinu þarna í lokin, en það þýðir ekki að gagnrýna menn þegar þeir fá svona ótrúlegt skot í andlitið. Þetta var bara heppni," sagði George Karl, þjálfari Denver.
NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum