Má borga skatt af vændi 25. mars 2007 18:30 Fólki verður ekki bannað að greiða skatt af vændi, segir ríkisskattstjóri. Íslenskur karlmaður hyggst greiða virðisaukaskatt af blíðu sem hann kveðst hafa selt fiskverkunarkonu. Lögspekingar telja langsótt að kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt pólskri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt af starfseminni í ríkissjóð. Blíðan kostaði 10.000 krónur, hlutur ríkissjóðs af þessum fyrsta viðskiptavini vændiskarlsins er því 2450 kr. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi sem þriðji aðili. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri vildi ekki koma í viðtal um málið en sagði að fólki væri ekki bannað að greiða skatt af vændi. Vændið myndi þá skilgreinast sem persónuleg þjónusta, sem er virðisaukaskattskyld. Undir þann flokk falla meðal annars samtöl sem ekki tilheyra heilbrigðisþjónustu. Ekki er lengur refsivert að selja sig til framfærslu samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum. Í þeim stendur meðal annars að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag telja langsótt að persónugera ráðherra í svona máli. Andi laganna geri ráð fyrir að átt sé við einstakling, annan en þann sem kaupir eða selur vændi, en hafi af því afskipti. Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Fólki verður ekki bannað að greiða skatt af vændi, segir ríkisskattstjóri. Íslenskur karlmaður hyggst greiða virðisaukaskatt af blíðu sem hann kveðst hafa selt fiskverkunarkonu. Lögspekingar telja langsótt að kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi. Við sögðum frá því í fréttum okkar í gær að karlmaður á fimmtugsaldri kveðst hafa selt pólskri fiskverkunarkonu blíðu sína og ætlar að greiða virðisaukaskatt af starfseminni í ríkissjóð. Blíðan kostaði 10.000 krónur, hlutur ríkissjóðs af þessum fyrsta viðskiptavini vændiskarlsins er því 2450 kr. Hann hyggst síðan kæra fjármálaráðherra, sem yfirmann ríkisfjármála, fyrir að hafa tekjur af vændi sem þriðji aðili. Skúli Eggert Þórðarson, ríkisskattstjóri vildi ekki koma í viðtal um málið en sagði að fólki væri ekki bannað að greiða skatt af vændi. Vændið myndi þá skilgreinast sem persónuleg þjónusta, sem er virðisaukaskattskyld. Undir þann flokk falla meðal annars samtöl sem ekki tilheyra heilbrigðisþjónustu. Ekki er lengur refsivert að selja sig til framfærslu samkvæmt nýsamþykktri breytingu á hegningarlögum. Í þeim stendur meðal annars að hver sem hefur tekjur af vændi annarra, skal sæta fangelsi allt að fjórum árum en sektum eða fangelsi allt að einu ári ef málsbætur eru. Lögmenn sem fréttastofa ræddi við í dag telja langsótt að persónugera ráðherra í svona máli. Andi laganna geri ráð fyrir að átt sé við einstakling, annan en þann sem kaupir eða selur vændi, en hafi af því afskipti.
Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira