Við þetta tækifæri var einnig tekið í notkun eitt stærsta hesthús landsins en það er 3300 fermetra stórt. Hesthólar ehf eiga og reisa húsið en Hólaskóli mun leigja það en húsið rúmar 200 hross. Auk hesthússins var reist 800 fermetra reiðhöll við syðri enda þess. Þessi húsakynni eru mikill fengur fyrir starfssemi skólans
Allar innréttingar hesthússins eru vandaðar úr galvaniseruðu stáli og tekki. Þá er góð aðstaða fyrir nemendur meðal annars læstar hnakkageymslu og rými þar sem lagt er á og hestarnir undirbúnir fyrir hvern tíma. Ef marka má ummæli fjármálaráðherra á hátíðinni þá verður ekki látið þar við sitja.
Að lokum blassaði vígslubiskup Hólastiftis, Jón Aðalsteinn Baldvinsson húsið og karlakórinn Heimir söng fyrir gesti og gangandi.