Kobe með yfir 50 stig fjórða leikinn í röð 24. mars 2007 11:06 Kobe Bryant er kóngurinn í LA um þessar mundir. MYND/Getty Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Kobe Bryant hjá LA Lakers hélt áfram að rita nafn sitt í sögubækur NBA-deildarinnar þegar hann skoraði yfir 50 stig fjórða leikinn í röð í nótt. Þá lagði Lakers lið NO/Oklahoma af velli, 111-105, og skoraði Kobe 50 stig. Einn annar leikmaður í sögunni hefur náð viðlíka árangri; goðsögnin Wilt Chamberlain. Í síðustu fjórum leikjum hefur Bryant skorað 65, 50, 60 og nú 50 stig, eða rúm 56 stig að meðaltali í leik. Körfuboltasérfræðingar ytra eru dolfallnir yfir spilamennsku Kobe og velta fyrir sér hvað valdi því að hann taki upp á þessu nú, eftir að hafa spilað “af eðlilegri getu” lengst af það sem af er tímabils. “Ég held að leikbannið sem hann fékk fyrir tveimur vikum hafi valdið hugarfarsbreytingu hjá Kobe,” segir Phil Jackson, þjálfari Lakers, en bannið fékk Kobe fyrir að slá til Mario Jaric hjá Minnesota. Kobe fékk eins leiks bann og segir hann sjálfur að þjálfari sinn hafi jafnvel rétt fyrir sér. “Fólk var farið að tala um að ég væri “dirty” leikmaður og mér fannast það hreinlega móðgandi. Nú er fólk farið að tala öðruvísi um mig og það er notaleg tilfinning,” sagði Kobe eftir leikinn í nótt. Wilt Camberlain á metið yfir flesta leiki í röð með yfir 50 stig skoruð – og má telja að það met verði seint slegið. Chamberlain skoraði 50 stig í sjö leikjum í röð keppnistímabilið 1961-1962. San Antonio marði Detroit á heimavelli sínum í nótt, 90-89. Tony Parker skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Racheed Wallace var með 21 stig fyrir Detroit. Dallas átti í litlum erfiðleikum með að leggja Boston af velli og urðu lokatölur 109-95. Jason Terry var atkvæðamestur Dallas, skoraði 29 stig. Þetta var fimmti sigurleikur Dallas í röð. LA Clippers burstaði Utah, 104-72, og það sama gerði Toronto við Denver á heimavelli þar sem lokatölur urðu 121-94. Þá steinlágu meistarar Miami fyrir Indiana, 95-70. Til marks um hversu lélegir Miami voru í leiknum má nefna að Shaquille O´Neal var stigahæsti maður liðsins – með 13 stig.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira