Það er mjög hvasst víða um land og tæplega ferðaveður. Sérstaklega er varað við óveðri á Fróðárheiði og norðanverðu Snæfellsnesi en einnig á Vopnafjarðarheiði. Þá er viðbúið að það séu slæmar hviður norðan í Hafnarfjallinu en þar er ekki vindmælir.
Varað er við snjóflóðahættu á Óshlíð og eins milli Ísafjarðar og Súðavíkur. Fólk er því beðið að fara ekki þar um að nauðsynjalausu. Það ekki laust við sandfok vestan við Hvalnes.

