Sláandi að flytja konur inn til að spjalla 21. mars 2007 19:34 Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
Talskona Stígamóta segir það hafa slegið sig að eigendur kampavínsklúbbsins Strawberries séu að flytja inn hátt í þrjátíu konur frá Rúmeníu til að ræða við viðskiptavini afsíðis. Sérkennilegt sé að flytja inn konur frá öðrum löndum til þess eins að spjalla. Fréttastofa Stöðvar 2 greindi frá því í gær að lögreglan væri að skoða innflutning Kampavínsklúbbsins Strawberries í Lækjargötu, á hátt í þrjátíu rúmenskum konum á aldrinum 20-33 ára til landsins. Þessi fjöldi kom frá maí í fyrra til mars á þessu ári og dvöldu þær hér á landi í mánuð í senn . Lögfræðingur hjá Vinnumálastofnun sagði við fréttastofu í gær að konurnar væru hér að vinna og ættu því að vera með atvinnuleyfi. Þetta væri ólögleg starfsemi því fólk frá Rúmeníu þyrfti dvalar- og atvinnuleyfi hér á landi. Einn eigenda staðarins sagði í samtali við fréttastofu í gær að stúlkurnar væru listamenn og kæmu inn á þeim forsendum. Á staðnum dönsuðu konur uppi á sviði en flettu sig ekki klæðum. Einnig seldu þær kamapvín og gæfist viðskiptavinum kostur á að spjalla við konurnar afsíðis. Guðrún Jónsdóttir talskona Stígamóta segir að sér finnist þetta ekki sannfærandi rök. „Fyrst verð ég nú að segja að ég hef ekki komið inn á þennan umrædda klúbb og veit ekki nákvæmlega hvað þar fer fram. En það sló mig að heyra þær útskýringar staðarhaldara að þeir séu að flytja inn þrjátíu konur frá Rúmeníu til þess að spjalla við viðskiptavinina afsíðis. Ég velti fyrir mér af hverju þær ráða ekki dætur sínar í það ef um það er að ræða," segir Guðrún. Guðrún vill ekki fullyrða að um nokkuð ólöglegt sé að ræða á kampavínsklúbbnum Strawberries en hún segir mansal viðgangast á Íslandi eins og í öðrum Norðurlöndum. Hún segir viðkvæmar aðstæður kvenna misnotaðar í þeim tilfellum. „Við vitum að aðstæður kvenna í Rúmeníu eru viðkvæmar miðað við aðstæður kvenna á Íslandi. Það getur verið þarna vændi eða annars konar kynlífsþjónusta. Það þarf ekki að vera vændi í hefðbundinni merkingu þess orðs,"segir Guðrún.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira