Sáttmáli gegn stóriðjuáformum 18. mars 2007 18:33 Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Framtíðarlandið kynnti í dag sáttmála um framtíð Íslands sem þeir bjóða almenningi og ráðamönnum þjóðarinnar að skrifa undir. Átakið stendur yfir í 10 daga og hvetja samtökin alla þingmenn og stjórnmálaflokka að hverfa frá frekari stóriðjuáformum. Framtíðarlandið kynnti hugmyndir sínar í þjóðmenningarhúsinu í dag og er Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands verndari sáttmálans. Andri Snær Magnason, rithöfundur segir að komist allar áætlanir um stækkun og byggingu nýrra álvera til framkvæmda verði Ísland ein stærsta álbræðsla í heimi. „Það er brjálæðislegur virkjanahraði núna og í raun ein kynslóð sem telur sig geta ráðstafað öllum orkuforðanum til stóriðju. Ef af þessum áformum verður eins og stefnir í verðum við búin að fullnýta þær orkulindir sem við höfum á landinu," segir Andri Vigdís Finnbogadóttir verndari sáttmálans segir hann löngu tímabæran. „Mér finnst öll hugsun í þessu vera mjög einhæf. Það er eins og það séu engar aðrar úrlausnir til en þessar. Ég held að það sé ekki Íslandi til láns," segir Vigdís. Hún segir að Íslendingar eigi að virkja fyrir landið sitt en ekki erlenda stóriðju. „Mér finnst eins og það sé verið að nota okkur. Það er verið að ýta á okkur og hvetja, til að taka að okkur eitthvað sem aðrar þjóðir vilja ekki hafa. Það er engin trygging fyrir því að Ísland græði eitthvað á stóriðju í framtíðinni. Ég held meira að segja að afkomendur okkar rífi þetta allt saman eins og byrjað er að gera í Bandaríkjunum, þar sem menn vilja ekki hafa þetta." segir hún. Hægt er að skrifa undir sáttmálann á heimasíðu Framtíðarlandsins, www.framtidarlandid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira