Ég hata ekki homma í alvörunni 14. mars 2007 18:09 Tim Hardaway hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir dólgsleg ummæli sín í útvarpsþætti í síðasta mánuði. Þar sagðist hann hata homma. NordicPhotos/GettyImages Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley. NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Fyrrum körfuboltamaðurinn Tim Hardaway vill ólmur laga ímynd sína eftir að hann sagðist hata homma í útvarpsviðtali í síðasta mánuði. Ummæli Hardaway fóru á forsíður allra helstu fjölmiðla heimsins og í kjölfarið hefur hann átt erfitt uppdráttar á opinberum vettvangi. Hardaway átti til að mynda að koma fram um Stjörnuhelgina í Las Vegas á dögunum, en honum var kippt af lista þáttakenda í hátíðarhöldunum eftir þrumuræðu sína í útvarpsþættinum þar sem hann sagði meðal annars: "Ég hata homma. Ég vil ekki vera nálægt þeim og það er bara ekk rétt að vera samkynhneigður. Slíkt fólk ætti ekki að finnast - hvorki í Bandaríkjunum né annarsstaðar í heiminum." Hardaway segist sjá mikið eftir orðum sínum og átti meðal annars fund með David Stern forseta NBA deildarinnar fyrir nokkrum dögum. Hann vill umfram allt reyna að lappa upp á ímynd sína, en segist þó ekki hafa áhuga á því að tjá sig um ummæli John Amaechi vegna málsins. Amaechi er fyrrverandi leikmaður í NBA sem kom út úr skápnum um daginn og gaf út bók í tilefni þess. Það var í kjölfar þessa sem Hardaway sagði hug sinn í útvarpsviðtalinu. "Fólk hefur verið að reyna að sparka í mig liggjandi eftir að ég sagði þetta og blöðin hafa prentað sögur um mig þar sem því hefur verið haldið fram að konan mín hafi farið frá mér, en það er ekki rétt. Það er allt í lagi með fjölskylduna mína og fjármálin mín. Ég vil bara fá annað tækifæri til að lappa upp á ímynd mína, því ég er góður borgari. Ekki er ég sveiflandi byssum eða takandi eiturlyf. Þetta er hindrun sem ég þarf að komast yfir og ég verð að koma fólki í skilning um að ég hata ekki homma í alvörunni." Í viðtali við Miami Herald sagðist Hardaway ætla að leggja sitt af mörkum til að skilja samkynhneigða betur og ætlar hann að funda með fulltrúum samtaka samkynhneigðra í þeim tilgangi. Hardaway missti eitthvað af auglýsingasamningum eftir ummæli sín og lét til að mynda taka nafn sitt úr auglýsingaherferð fyrir bílaþvottastöð sína í Miami til að starfsfólkið yrði ekki fyrir ónæði. Pat Riley, þjálfari Miami, sem einnig þjálfaði Hardaway þegar hann spilaði með liðinu á síðasta áratug, á von á því að þjóðin muni fyrirgefa honum. "Við búum í landi og borg sem fyrirgefur," sagði Riley.
NBA Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Körfubolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira