Deilur um ESB aðild gætu klofið Sjálfstæðisflokkinn 14. mars 2007 12:30 Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni. Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að ef aðild að Evrópusambandinu yrði hitamál, myndi það kljúfa Sjálfstæðisflokkinn eins og aðra flokka. Evrópunefnd sem hann stýrði skilaði niðurstöðum sínum í gær. Helsti ásteitingarsteinninn í því starfi voru sjávarútvegsmál. Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, skipaði nefndina í júlí 2004 og var henni ætlað að kanna framkvæmd EES-samningsins, önnur tengsl Íslands og Evrópusambandsins og ýmis álitamál tengd hugsanlegri aðild. Gerðar voru ýmsar tillögur um aukin samskipti Íslands og ESB en þegar kom að spurningu um aðild fóru flokkarnir í sínar skotgrafir. Meirihlutinn, fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Frjálslyndra voru andvígir, Framsóknarmenn töldu þörf á umræðu en Samfylkingarmenn töluðu fyrir aðild. Í viðtali við Sölva Tryggvason í Íslandi í dag í gærkvöldi sagði Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður nefndarinnar að vissulega væru skiptar skoðanir um aðild innan Sjálfstæðisflokksins. Yrði aðild að ESB hitamál í íslenskum stjórnmálum þá myndi það leiða til klofnings innan Sjálfstæðisflokksins eins og hjá öðrum flokkum. Innan Sjálfstæðisflokksins hafi um langt árabil verið menn sem vilji íhuga það að ganga í ESB. Össur Skarphéðinssin, fulltrúi Samfylkingarinnar, segir einn helsta ásteitingarsteininn í starfi nefndarinnar hafa verið sjávarútvegsmál. Hann telur sjávarútvegsstefnu ESB ekki fyrirstöðu - aðild yrði til að styrkja íslenskan sjávarútveg og auka samkeppnishæfni hans. Þessu er Ragnar Arnalds, fulltrúi Vinstri grænna í nefndinni, ekki sammála. Hann segir að með aðild yrði að fórna yfirráðum yfir landhelgi Íslands til Evrópusambandsins. Gælt hafi verið við þá hugmynd að fá landhelgina viðurkennda sem sérstakt stjórnsýslusvæði sem Íslendingar réðu sjálfir. Í skýrslunni séu menn sammála um að það sé ekki raunhæfur möguleiki eftir viðræður við forystumenn ESB. Ragnar segir að í raun sé þessum möguleika ýtt af borðinu í skýrslunni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira