Endurkoma Krists gæti ekki bjargað okkur 13. mars 2007 22:45 Phil Jackson er ekki vanur því að tapa NordicPhotos/GettyImages Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því. Lakers-liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð og er það í annað skipti á fimm vikum sem liðið þar að sætta sig við svo langa taphrinu. "Við erum að spila svo illa að ég var að hugsa um að setjast í helgan stein," sagði Jackson þjálfari kaldur og bætti við; "Við erum að spila svo illa að endurkoma Jesú Krists myndi ekki geta hjálpað okkur. Við erum bara alls ekki að spila sem lið." Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá liðinu í vetur, en góðu fréttirnar eru þær að bæði Lamar Odom og Luke Walton verða í hópnum á ný á fimmtudagskvöldið þegar liðið mætir Denver. Sá leikur verður ekki síður mikilvægur í ljósi þess að Denver er nú aðeins rétt á eftir Lakers í baráttunni um góða stöðu í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Meiðslin hafa verið það mikil í herbúðum Lakers undanfarið að aðstoðarþjálfararnir Craig Hodges og Brian Shaw tóku þátt í æfingum liðsins síðustu daga. Shaw var í meistaraliði Lakers í upphafi aldarinnar en Hodges í liði Chicago þegar það vann fyrri þrjá titla sína í upphafi tíunda áratugarins. Þeir félagar litu víst vel út á æfingunni og höfðu engu gleymt - þó þeim hafi ekki verið boðin staða í liðinu að svo búnu. NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira
Slæmt gengi LA Lakers í NBA deildinni undanfarið er farið að hafa áhrif á ótrúlegustu menn. Sjálfur Zen-Meistarinn Phil Jackson lét hafa eftir sér í LA Times í dag að liðið spilaði svo illa þessa dagana að sjálfur Kristur gæti ekki bjargað því. Lakers-liðið hefur nú tapað sex leikjum í röð og er það í annað skipti á fimm vikum sem liðið þar að sætta sig við svo langa taphrinu. "Við erum að spila svo illa að ég var að hugsa um að setjast í helgan stein," sagði Jackson þjálfari kaldur og bætti við; "Við erum að spila svo illa að endurkoma Jesú Krists myndi ekki geta hjálpað okkur. Við erum bara alls ekki að spila sem lið." Meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá liðinu í vetur, en góðu fréttirnar eru þær að bæði Lamar Odom og Luke Walton verða í hópnum á ný á fimmtudagskvöldið þegar liðið mætir Denver. Sá leikur verður ekki síður mikilvægur í ljósi þess að Denver er nú aðeins rétt á eftir Lakers í baráttunni um góða stöðu í úrslitakeppninni í Vesturdeildinni. Meiðslin hafa verið það mikil í herbúðum Lakers undanfarið að aðstoðarþjálfararnir Craig Hodges og Brian Shaw tóku þátt í æfingum liðsins síðustu daga. Shaw var í meistaraliði Lakers í upphafi aldarinnar en Hodges í liði Chicago þegar það vann fyrri þrjá titla sína í upphafi tíunda áratugarins. Þeir félagar litu víst vel út á æfingunni og höfðu engu gleymt - þó þeim hafi ekki verið boðin staða í liðinu að svo búnu.
NBA Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Sjá meira