Vatnstjón vegna eldingar 11. mars 2007 18:30 Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira
Gríðarlegt tjón varð í morgun vegna mestu flóða í íbúðarhúsnæði sem slökkviliðið í Reykjavík hefur þurft að kljást við. Orsökina virðist mega rekja til dæla á vegum borgarinnar sem urðu óvirkar þegar eldingu laust niður í raflínur í grennd við borgina. Skammhlaupið olli hitavatnsleysi í Árbæ og sló út rafmagn í álverunum í Straumsvík og á Grundartanga. Það var ófögur sjón sem mætti íbúunum í fjölbýlishúsinu vestast á Sólvallagötu í morgun - bílageymslan og geymslur fullar af vatni. Slökkviliðsmenn sem komu á staðinn höfðu ekki séð annað eins. Talið er að dælt hafi verið allt að fimmtán hundruð tonnum af vatni úr bílakjallara undir húsinu og geymslum sem voru þar neðar. Vatnið náði allt að tveggja metra hæð á þeim stöðum. Seinnipartinn var svo hægt að taka bílana úr kjallaranum og ljóst að verulegar skemmdir hafa orðið á þeim enda vatnið lúmskur tjónavaldur - ekki síst þegar vatnið er blandað skólpi. Tjónið er tilfinnanlegt. Líklega má rekja þetta tjón til þess að eldingu sló niður í háspennulínur Landsnets á milli Geitháls og Kolviðarhóls. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets segir þessa eldingu hafa verið öfluga en þó hefði búnaður sem tengdist netinu átt að þola skammhlaupið. Það virðist ekki hafa gerst og hjá Orkuveitu Reykjavíkur fengust þær upplýsignar að dælur hitaveitunnar í Árbæ hefði orðið óvirkar. Heitavatnslaust var í því í þeim bæjarhluta í dag . Guðmundur Sigurðsson, talsmaður Orkuveitunnar segir að ekki liggi ljóst fyrir hvernig skammhlaupið hafði áhrif á dælurnar í Vesturbænum sem brugðust með þeim afleiðingum að það flæddi í kjallara. Þessi vatnselgur hafði þau áhrif að jarðvegur seig undan steinhellum við húsgaflinn á Sólvallagötunni. Það flæddi einnig inní kjallara verslunar BYKO sem er við hlið íbúðarhússins. Eldingin og skammhlaupið sló einnig út rafmagninu hjá álverinu á Grundartanga og í Straumsvík en engar spurninr hafa borist af tjóni vegna þessa.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Sjá meira