Gæti breytt lífi milljóna manna 10. mars 2007 19:45 Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan. Fréttir Innlent Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Icexpress hefur þróað byltingarkennda aðferð sem gerir nánast hverjum sem er kleift að smíða fullkomna gervilimi á aðeins fáeinum klukkustundum. Össur Kristinsson, einn stofnenda fyrirtækisins, segir að með uppfinningunni verði hægt að gerbreyta lífi milljóna manna í þróunarlöndunum. Í fátækari hlutum jarðar fer þeim stöðugt fjölgandi sem misst hafa útlim. Fæðingargallar og sjúkdómar á borð við sykursýki valda þessari fötlun svo og slys og stríðátök. Þannig er talið að á tuttugu mínútna fresti springi jarðsprengja undir fótum saklauss fólks. Vandaðir gervilimir eru ennþá dýrir og því eiga fæstir annarra kosta völ en að notast við heimasmíðaða staurfætur sem oft eru lélegir að gæðum. Össur Kristinsson hefur um árabil verið frumkvöðull í stoðtækjagerð en fyrir tveimur árum kviknaði hugmynd hjá honum og félögum hans að nýrri tækni til að smíða gervilimi á mun einfaldari hátt en áður hefur þekkst. Þeir fóru til Mósambík og settu fætur undir tuttugu manns á tveimur dögum og í kjölfarið stofnuðu þeir svo fyrirtækið Icexpress. Össur segir þessa nýju tækni afar einfalda og auðvelt sé að þjálfa fólk í að búa til nýja gervilimi með henni. Í stuttu máli gengur tæknin út á að stúfurinn er fóðraður með silikonhulsu sem fellur nákvæmlega að honum. Gervilimurinn er svo festur á. Allt þetta tekur um klukkustund og eftir tvær til fjórar vikur getur sá sem fengið hefur liminn gengið því sem næst eðlilega og jafnvel tekið nokkur dansspor. Þetta má gera nánast hvar sem er og með lágmarksútbúnaði. Nú vantar aðeins fjármagnið til að hefjast handa fyrir alvöru enda er mikið verk framundan.
Fréttir Innlent Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira