Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar 9. mars 2007 18:20 Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna. Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og hefur einn verið handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Sjá meira