Vistmenn Byrgis orðnir sakborningar 9. mars 2007 18:20 Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna. Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira
Fyrrverandi vistmenn í Byrginu hafa verið boðaðir í yfirheyrslu til Skattrannsóknarstjóra með réttarstöðu sakbornings. Svo virðist sem nýverið hafi verið skráðar á þá launagreiðslur og þeir grunaðir um að hafa ekki gefið þær upp. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðisbrot eru meðal þeirra sem boðaðir eru í yfirheyrslu. Málefni Byrgisins er komið til rannsóknar á borð Skattrannsóknarstjóra. Fjármálarannsókninni var upphaflega vísað til efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra og staðfestir Helgi Magnús Gunnarsson, saksóknari efnahagsbrota að hluta málsins hefði verið vísað til Skattrannsóknarstjóra. Embættið hafi fegnið aðgang að gögnum vegna gruns um skattalagabrot. Bryndís Kristjánsdóttir, skattrannsóknarstjóri vildi ekkert tjá sig um eðli eða umfang þessarar rannsóknar. En fyrrverandi vistmenn hafa verið boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu. Tekið er fram að viðkomandi mæti þar - ekki sem vitni - heldur sem sakborningar, með réttarstöðu grunaðra. Þeir vistmenn sem fréttastofa ræddi við telja að þarna sé um að ræða peningagreiðslur sem forstöðumaður Byrgisins gaukaði að þeim en aldrei hafi þetta verið skilgreint sem laun. Hafi þessir aurar verið reiddir fram með guðs blessun - eins og einn fyrrverandi vistmaður orðaði það. Virðast þessar greiðslur hafa verið skilgreindar nýverið af Byrgismönnum sem laun í kjölfar umræðu um fjármálaóreiðu. Fréttastofa hefur ekki staðfestingu á því að Guðmundur í Byrginu hafi sjálfur verið boðaður í yfirheyrslu. Konur sem kært hafa Guðmund fyrir kynferðislega misbeitingu og trúaðarbrot eru í hópi þeirra sem hafa fengið boðun. Nokkur gagnrýni hefur verið uppi á stjórnvöld fyrir að hafa ekki frumkvæði að því að veita fyrrverandi Byrgismönnum boðaða félagslega og sálfræðilega aðstoð. Því hefur verið borið við að persónuverndarsjónarmið hamli slíku frumkvæði. Það sjónarmið hefur þó ekki hindrað skattayfirvöld í að boða fyrrverandi skjólstæðinga Byrgisin í yfirheyrslu með réttarstöðu sakborninga. Hin meintu kynferðis- og trúnaðarbrot sem konurnar sjö hafa kært eru til meðferðar hjá Ólafi Helga Kjartanssyni, sýslumanninum á Selfossi og segir hann að stefnt sé að því að ljúka rannsókna innan fárra vikna.
Fréttir Innlent Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Fleiri fréttir Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Sjá meira