Deilt um hvort settur saksóknari hefði sakað stjórnarformann Kaupþings um lygar 8. mars 2007 17:10 Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.Bæði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, komu í vitnastúku í Baugsmálinu í dag. Þeir voru spurðir um viðskipti Baugs og Kaupþings sem getið er í nokkrum ákæruliðanna og hvort þeir hefðu komið á bátinn Thee Viking.Báðir staðfestu þeir að rætt hefði verið um það að Baugur fengi söluþóknun fyrir milligöngu í sölu á hlutabréfum í Baugi frá Kaupþingi til norska félagsins Reitangruppen. Ákært er fyrir tilhæfulausa bókhaldsfærslu í bókhaldi Baugs upp á þrettán milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sagt að færslan hafi verið vegna þessarar söluþóknunar frá Kaupþingi.Bæði Hreiðar Már og Sigurður staðfestu að Baugsmenn hefðu haft frammi kröfu um söluþóknunina en sögðust ekki vita hvernig henni hefði verið lokið en færsla vegna hennar fannst ekki í bókhaldi Kaupþings. Töldu bæði Sigurður og Hreiðar að gengið hefði verið frá þessari kröfu Baugs í tengslum við önnur mál Baugs en fyrirtækin hefðu verið í miklum viðskiptum.Til snarpra orðaskipta kom á milli verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, eftir hádegið þegar Hreiðar Már átti að bera vitni. Vildi settur saksóknari leggja fram tölvupóst um að Sigurður Einarsson hefði að því er virtist ekki sagt satt fyrir dómi í vitnaleiðslum fyrir hádegi. Varðaði það spurningar um vitnastefnu í Bandaríkjunum í tengslum við deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður var boðaður sem vitni í því máli en fór ekki og sagðist ekk hafa sett sig sérstaklega inn í málið. Benti Sigurður Tómas á að það virtist stangast á við efni tölvupósta sem hann vildi leggja fram.Verjendur sakborninga sögðu þessa vitnastefnu í Bandaríkjunum ekki tengjast ákærunni neitt og tók formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, undir það að hluta til. Sigurður Tómas sagði hins vegar að gögnin sem hann vildi leggja fram snerust um trúverðugleika Sigurðar sem vitnis.Sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að hann hefði aldrei vitað réttarhald af jafnlitlu tilefni og verið væri að sá neikvæðum atriðum í málinu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði saksóknara nánast hafa fullyrt að Sigurður Einarsson hefði logið fyrir dómi og væri með því að reyna að tryggja sér fyrirsagnir í fréttum fjölmiðla.Sagði Sigurður Tómas þá að hann hefði sagt að svo virtist sem Sigurður Einarsson hefði sagt ósatt en hann hefði ekki fullyrt það. Tók þá Gestur Jónsson við og sakaði saksóknara um hreina hryðjuverkastarfsemi.Sigurður og Hreiðar Már voru báðir spurðir út í kaupréttarsamninga sem gerðir voru við helstu stjórnendur Baugs, þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússin, við stofnun félagsins árið 1998. Báðir sögðu þeir að engin leynd hefði hvílt yfir kaupréttarsamningunum, en Jón Ásgeir og Tryggvi, eru sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með því að færa hlutabréf í Baugi á vörslureikning hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg en skrá það sem sölu á hlutabréfum. Þetta hafi verið gert til að draga dul á það hverjir tækju við hlutabréfunum, þ.e. æðstu stjórnendur Baugs vegna kaupréttarsamninga. Sögðu Sigurður og Hreiðar Már ekki hafa verið reynt að leyna þessum kaupréttarsamningum.Auk Sigurðar og Hreiðars Más báru meðal annars Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, og Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, vitni í málinu í dag. Baugsmálið Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira
Deilt var um það fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur eftir hádegi í dag hvort settur saksóknari í Baugsmálinu hefði sakað Sigurð Einarsson, stjórnarformann Kaupþings, um að bera ljúgvitni fyrir dómnum í morgun. Sökuðu verjendur settan saksóknara um að reyna komast í fréttirnar og vera meira hreina hryðjuverkastarfsemi í málinu.Bæði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, og Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bankans, komu í vitnastúku í Baugsmálinu í dag. Þeir voru spurðir um viðskipti Baugs og Kaupþings sem getið er í nokkrum ákæruliðanna og hvort þeir hefðu komið á bátinn Thee Viking.Báðir staðfestu þeir að rætt hefði verið um það að Baugur fengi söluþóknun fyrir milligöngu í sölu á hlutabréfum í Baugi frá Kaupþingi til norska félagsins Reitangruppen. Ákært er fyrir tilhæfulausa bókhaldsfærslu í bókhaldi Baugs upp á þrettán milljónir króna en Jón Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs, hefur sagt að færslan hafi verið vegna þessarar söluþóknunar frá Kaupþingi.Bæði Hreiðar Már og Sigurður staðfestu að Baugsmenn hefðu haft frammi kröfu um söluþóknunina en sögðust ekki vita hvernig henni hefði verið lokið en færsla vegna hennar fannst ekki í bókhaldi Kaupþings. Töldu bæði Sigurður og Hreiðar að gengið hefði verið frá þessari kröfu Baugs í tengslum við önnur mál Baugs en fyrirtækin hefðu verið í miklum viðskiptum.Til snarpra orðaskipta kom á milli verjenda Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar og Sigurðar Tómasar Magnússonar, setts saksóknara, eftir hádegið þegar Hreiðar Már átti að bera vitni. Vildi settur saksóknari leggja fram tölvupóst um að Sigurður Einarsson hefði að því er virtist ekki sagt satt fyrir dómi í vitnaleiðslum fyrir hádegi. Varðaði það spurningar um vitnastefnu í Bandaríkjunum í tengslum við deilur Baugsmanna og Jóns Geralds Sullenberger. Sigurður var boðaður sem vitni í því máli en fór ekki og sagðist ekk hafa sett sig sérstaklega inn í málið. Benti Sigurður Tómas á að það virtist stangast á við efni tölvupósta sem hann vildi leggja fram.Verjendur sakborninga sögðu þessa vitnastefnu í Bandaríkjunum ekki tengjast ákærunni neitt og tók formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, undir það að hluta til. Sigurður Tómas sagði hins vegar að gögnin sem hann vildi leggja fram snerust um trúverðugleika Sigurðar sem vitnis.Sagði Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, að hann hefði aldrei vitað réttarhald af jafnlitlu tilefni og verið væri að sá neikvæðum atriðum í málinu. Jakob Möller, verjandi Tryggva Jónssonar, sagði saksóknara nánast hafa fullyrt að Sigurður Einarsson hefði logið fyrir dómi og væri með því að reyna að tryggja sér fyrirsagnir í fréttum fjölmiðla.Sagði Sigurður Tómas þá að hann hefði sagt að svo virtist sem Sigurður Einarsson hefði sagt ósatt en hann hefði ekki fullyrt það. Tók þá Gestur Jónsson við og sakaði saksóknara um hreina hryðjuverkastarfsemi.Sigurður og Hreiðar Már voru báðir spurðir út í kaupréttarsamninga sem gerðir voru við helstu stjórnendur Baugs, þá Jón Ásgeir, Tryggva og Óskar Magnússin, við stofnun félagsins árið 1998. Báðir sögðu þeir að engin leynd hefði hvílt yfir kaupréttarsamningunum, en Jón Ásgeir og Tryggvi, eru sakaðir um að hafa rangfært bókhald Baugs með því að færa hlutabréf í Baugi á vörslureikning hjá Kaupthing Bank í Lúxemborg en skrá það sem sölu á hlutabréfum. Þetta hafi verið gert til að draga dul á það hverjir tækju við hlutabréfunum, þ.e. æðstu stjórnendur Baugs vegna kaupréttarsamninga. Sögðu Sigurður og Hreiðar Már ekki hafa verið reynt að leyna þessum kaupréttarsamningum.Auk Sigurðar og Hreiðars Más báru meðal annars Magnús Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kaupthing Bank í Lúxemborg, og Óskar Magnússon, stjórnarformaður Baugs á árunum 1998 og 1999, vitni í málinu í dag.
Baugsmálið Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Fleiri fréttir Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Sjá meira