Alex stal senunni - Arsenal úr leik 7. mars 2007 21:33 Maður kvöldsins - Alex hjá PSV - fagnar hér dýrmætu marki sínu á Emirates NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira