Alex stal senunni - Arsenal úr leik 7. mars 2007 21:33 Maður kvöldsins - Alex hjá PSV - fagnar hér dýrmætu marki sínu á Emirates NordicPhotos/GettyImages Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira
Varnarmaðurinn Alex hjá PSV Eindhoven var maður kvöldsins í Meistaradeild Evrópu þegar hann skoraði bæði mörkin í 1-1 jafntefli Arsenal og PSV í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum. Alex skoraði sjálfsmark á 58. mínútu en tryggði PSV svo áfram í keppninni með glæsilegu skallamarki á þeirri 83. Téður Alex skoraði líka sjálfsmark þegar liðin mættust á Highbury í keppninni árið 2004 og réði það mark úrslitum í leiknum. Annað var uppi á teningnum í kvöld og Arsenal er úr leik þrátt fyrir að ráða ferðinni algjörlega. Hollenska liðið átti undir högg að sækja í báðum leikjunum, en er komið áfram í 8-liða úrslit með 2-1 sigri samanlagt. Manchester United er sömuleiðis komið áfram í keppninni eftir verðskuldaðan 1-0 sigur á Lille. Það var hinn ótrúlegi Henrik Larsson sem skaut enska liðið áfram með marki á 72. mínútu og fer United því áfram samanlagt 2-0. Bayern Munchen vann sigur á Real Madrid 2-1 í Munchen og fer áfram 4-3 samanlagt. Roy Makaay gerði má segja út um vonir Real þegar hann kom Bayern í 1-0 eftir 10 sekúndur og Lucio tryggði þýska liðið endanlega áfram með marki á 66. mínútu. Eftir það færðist hiti í leikinn og þeir Mark van Bommel og Mahamadou Diarra voru reknir af velli fyrir slagsmál á 82. mínútu eftir að mjög vafasöm vítaspyrna var dæmd á Bayern. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn úr vítinu og raunar var mark dæmt af Sergio Ramos í uppbótartíma. Leikur AC Milan og Celtic fór í framlengingu eftir að staðan var 0-0 eftir venjulegan leiktíma. Þá hafði lið Milan átt 25 skot á markið en Celtic aðeins 5. Markvörðurinn Boruc átti stórleik á lokamínútunum í marki Celtic og varði hvert dauðafærið á fætur öðru - auk þess sem skot frá Kaka fór í þverslánna. Það var svo Kaka sem kláraði dæmið strax eftir 3 mínútur með laglegu marki fyrir Milan og því eru skotarnir úr leik. Samtals 1-0 sigur Milan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Liverpool - Real Madrid | Risarnir mætast á Anfield PSG - Bayern | Meistararnir gegn liðinu sem vinnur alltaf Tottenham - FCK | Viktor og Rúnar í Lundúnum Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Sjá meira