Umhyggja fékk milljón fyrir mark Eiðs 7. mars 2007 11:56 Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Og ekki að ástæðulausu því þegar boltinn lenti í markinu var milljón króna framlag Eimskips til styrktarsjóðs Umhyggju í höfn. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sat gríðarlega spennt yfir leiknum í gær. "Ég beið eftir því allan tímann að hann Eiður fengi að komast inn á og mínar vonir rættust svo sannarlega þar. Ég stökk upp og út um allt. Þetta var bara ótrúlegt." Umhyggja er foreldra- og fagfélag fólks sem vinnur að bættum hag fjölskyldna langveikra barna. Og milljónin kemur til vegna samnings milli Eimskips og Eiðs Smára frá því í lok janúar . Samkvæmt honum átti Umhyggja að fá milljón fyrir hvert mark sem Eiður skoraði á leiktíðinni í meistaradeild Evrópu. En nú er Barcelona fallið úr keppni og því ekki von á fleiri milljónum til Umhyggju fyrir fótafimi kappans. En hvernig nýtist milljónin? "Hún mun örugglega fara beint í styrktarsjóð Umhyggju sem er sjóður til að styrkja fjölskyldur sem lenda í miklum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Hún nýtist því börnunum eins og skot." Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gæti hins vegar átt von á vænum summum því samkvæmt samningnum fær félagið hálfa milljón frá Eimskip fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í spænsku deildinni. Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira
Allt að fjórar fjölskyldur langveikra barna njóta góðs af markinu sem Eiður Smári Guðjohnsen skoraði fyrir Barcelona í leiknum gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu í gær. Forsvarsmenn Umhyggju sátu spenntir yfir leiknum. Og ekki að ástæðulausu því þegar boltinn lenti í markinu var milljón króna framlag Eimskips til styrktarsjóðs Umhyggju í höfn. Ragna K. Marinósdóttir, framkvæmdastjóri Umhyggju, sat gríðarlega spennt yfir leiknum í gær. "Ég beið eftir því allan tímann að hann Eiður fengi að komast inn á og mínar vonir rættust svo sannarlega þar. Ég stökk upp og út um allt. Þetta var bara ótrúlegt." Umhyggja er foreldra- og fagfélag fólks sem vinnur að bættum hag fjölskyldna langveikra barna. Og milljónin kemur til vegna samnings milli Eimskips og Eiðs Smára frá því í lok janúar . Samkvæmt honum átti Umhyggja að fá milljón fyrir hvert mark sem Eiður skoraði á leiktíðinni í meistaradeild Evrópu. En nú er Barcelona fallið úr keppni og því ekki von á fleiri milljónum til Umhyggju fyrir fótafimi kappans. En hvernig nýtist milljónin? "Hún mun örugglega fara beint í styrktarsjóð Umhyggju sem er sjóður til að styrkja fjölskyldur sem lenda í miklum fjárhagsörðugleikum vegna veikinda barna sinna. Hún nýtist því börnunum eins og skot." Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, gæti hins vegar átt von á vænum summum því samkvæmt samningnum fær félagið hálfa milljón frá Eimskip fyrir hvert mark sem Eiður Smári skorar í spænsku deildinni.
Fréttir Innlent Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Sjá meira