Gerrard: Erfiðasti leikur okkar til þessa 5. mars 2007 18:30 Gerrard á von á Börsungum eins og öskrandi ljónum á Anfield annað kvöld NordicPhotos/GettyImages Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að síðari leikurinn við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld verði erfiðasta verkefni liðsins til þessa í keppninni. Hann segir að leikurinn verði erfiðari en úrslitaleikurinn gegn Milan í Istanbul fyrir tveimur árum. Liverpool fer inn í leikinn á heimavelli annað kvöld með 2-1 forystu á bakinu úr fyrri leiknum í Barcelona. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn annað kvöld klukkan 19:30 og er hér á ferðinni einn af leikjum ársins. Steven Gerrard er a.m.k. á þeirri skoðun. "Þetta verður erfiðasta verkefni okkar til þessa í Meistaradeildinni. Barcelona vann keppnina í fyrra og þó við höfum staðið okkur vel núna - er Barcelona eins gott lið og maður getur spilað við í heiminum. Þetta verður erfiðari leikur en úrslitaleikurinn við Milan í Istanbul. Ég er búinn að horfa mikið á Barcelona í sjónvarpinu í vetur og ég sá til að mynda leik þeirra við Sevilla um helgina. Þó þeir hafi tapað þeim leik, þýðir ekkert að trúa því að þetta lið sé í vandræðum. Barcelona á yfirleitt nokkra kafla í hverjum leik þar sem þeir ráða gjörsamlega ferðinni og því verðum við sannarlega að vera tilbúnir. Menn mega ekki gleyma því að við erum úr leik á nánast öllum vígstöðvum nema í Evrópukeppninni og liðið er með stórt hjarta eins og það sýndi í Barcelona í fyrri leiknum. Leikirnir verða ekki stærri en þessi og við höfum allt að vinna. Það væri sjálfsmorð fyrir okkur að fara of roggnir í þennan leik, en við höfum unnið þessa keppni áður og munum tjalda öllu til að gera það aftur," sagði Gerrard. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, segir að síðari leikurinn við Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar annað kvöld verði erfiðasta verkefni liðsins til þessa í keppninni. Hann segir að leikurinn verði erfiðari en úrslitaleikurinn gegn Milan í Istanbul fyrir tveimur árum. Liverpool fer inn í leikinn á heimavelli annað kvöld með 2-1 forystu á bakinu úr fyrri leiknum í Barcelona. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn annað kvöld klukkan 19:30 og er hér á ferðinni einn af leikjum ársins. Steven Gerrard er a.m.k. á þeirri skoðun. "Þetta verður erfiðasta verkefni okkar til þessa í Meistaradeildinni. Barcelona vann keppnina í fyrra og þó við höfum staðið okkur vel núna - er Barcelona eins gott lið og maður getur spilað við í heiminum. Þetta verður erfiðari leikur en úrslitaleikurinn við Milan í Istanbul. Ég er búinn að horfa mikið á Barcelona í sjónvarpinu í vetur og ég sá til að mynda leik þeirra við Sevilla um helgina. Þó þeir hafi tapað þeim leik, þýðir ekkert að trúa því að þetta lið sé í vandræðum. Barcelona á yfirleitt nokkra kafla í hverjum leik þar sem þeir ráða gjörsamlega ferðinni og því verðum við sannarlega að vera tilbúnir. Menn mega ekki gleyma því að við erum úr leik á nánast öllum vígstöðvum nema í Evrópukeppninni og liðið er með stórt hjarta eins og það sýndi í Barcelona í fyrri leiknum. Leikirnir verða ekki stærri en þessi og við höfum allt að vinna. Það væri sjálfsmorð fyrir okkur að fara of roggnir í þennan leik, en við höfum unnið þessa keppni áður og munum tjalda öllu til að gera það aftur," sagði Gerrard.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Körfubolti Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Enski boltinn Neymar á heimleið? Fótbolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Sjá meira