Adebayor: Ég gerði ekkert rangt 26. febrúar 2007 11:49 Emmanuel Adebayor er vikið af velli í leiknum í gær. MYND/Getty Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, kveðst ekki skilja af hverju hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir þátt sinn í ryskingunum sem áttu sér stað undir lok bikarúslitaleiksins gegn Chelsea í gær. Adebayor segist ekki hafa gert neitt rangt. Adebayor kom inn á í síðari hálfleik og hafði ekki verið lengi inni á vellinum þegar Kolo Toure og John Obi Mikel lenti saman með þeim afleiðingum að allir sem á vellinum voru, og fleiri til, lentu í handalögmálum. Eftir að leikmenn höfðu róast fengu Mikel og Toure rauða spjaldið, rétt eins Adebayor sem þó virtist ekki hafa látið fara mikið fyrir sér í látunum. Adebayor brást hinn versti við spjaldinu og neitaði í fyrstu að fara af velli. "Í svona úrslitaleik viltu ekki yfirgefa félaga þína. Ég trúði ekki að ég hefði verið rekinn af velli. Ég ætlaði aldrei að ráðast á dómarann eða neitt slíkt, ég vildi bara spyrja hann af hverju hann var að reka mig af velli." "Þetta gerðist allt svo hratt. Ég sá bara að leikmenn voru að ýta hvor öðrum og ég kom inn í þvöguna til að stía mönnum í sundur. Ég held að Wayne Bridge hafi komið að mér og ég man ekki hvort ég ýtti honum eða ekki. Á svona stundu er allt á fleygiferð í hausnum á manni og ef maður sér einn leikmann Chelsea fyrir aftan sig býst maður jafnvel við því að hann slái til manns." "Dómarinn sagði að ég hefði slegið einhvern, en ég man ekki eftir því. Ég var bara að reyna að stöðva þessa uppákomu. Rauða spjaldið var ekki sanngjarnt, ég gerði ekkert rangt," sagði Adebayor þegar hann skýrði sína hlið á málinu. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira
Emmanuel Adebayor, framherji Arsenal, kveðst ekki skilja af hverju hann fékk að líta rauða spjaldið fyrir þátt sinn í ryskingunum sem áttu sér stað undir lok bikarúslitaleiksins gegn Chelsea í gær. Adebayor segist ekki hafa gert neitt rangt. Adebayor kom inn á í síðari hálfleik og hafði ekki verið lengi inni á vellinum þegar Kolo Toure og John Obi Mikel lenti saman með þeim afleiðingum að allir sem á vellinum voru, og fleiri til, lentu í handalögmálum. Eftir að leikmenn höfðu róast fengu Mikel og Toure rauða spjaldið, rétt eins Adebayor sem þó virtist ekki hafa látið fara mikið fyrir sér í látunum. Adebayor brást hinn versti við spjaldinu og neitaði í fyrstu að fara af velli. "Í svona úrslitaleik viltu ekki yfirgefa félaga þína. Ég trúði ekki að ég hefði verið rekinn af velli. Ég ætlaði aldrei að ráðast á dómarann eða neitt slíkt, ég vildi bara spyrja hann af hverju hann var að reka mig af velli." "Þetta gerðist allt svo hratt. Ég sá bara að leikmenn voru að ýta hvor öðrum og ég kom inn í þvöguna til að stía mönnum í sundur. Ég held að Wayne Bridge hafi komið að mér og ég man ekki hvort ég ýtti honum eða ekki. Á svona stundu er allt á fleygiferð í hausnum á manni og ef maður sér einn leikmann Chelsea fyrir aftan sig býst maður jafnvel við því að hann slái til manns." "Dómarinn sagði að ég hefði slegið einhvern, en ég man ekki eftir því. Ég var bara að reyna að stöðva þessa uppákomu. Rauða spjaldið var ekki sanngjarnt, ég gerði ekkert rangt," sagði Adebayor þegar hann skýrði sína hlið á málinu.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti HM í dag: Yfirdýnur á leið til strákanna okkar Handbolti Fleiri fréttir Fowler með sína kenningu um þá samningslausu hjá Liverpool Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Denis Law látinn Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Amorim: Southampton mun kenna mér meira en Liverpool og Arsenal Klopp: Ég held partý ef Man City missir titlana Slot segir að Forest sé í titilbaráttu Glazer-systkinin dvöldu á Vopnafirði í sumar Arftakar Linekers í Match of the Day kynntir Fenginn aftur til Chelsea og spilar ekki í kvöld Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Sjá meira