LA Lakers hársbreidd frá að landa Jason Kidd 22. febrúar 2007 22:04 Ekkert varð af fyrirhuguðum félagaskiptum Jason Kidd, en heimildir herma að Lakers hafi samþykkt skilmála New Jersey um að fá hann í kvöld NordicPhotos/GettyImages Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin. NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Mikið var búið að ræða um lokun félagaskiptagluggans í NBA deildinni nú í kvöld en þá rann út frestur liðanna í deildinni til að skipta á leikmönnum. Svo fór að lokum að aðeins tvenn skipti fóru fram á síðustu stundu, en heimildir herma að tilboð LA Lakers um að fá til sín leikstjórnandann Jason Kidd hafi strandað á elleftu stundu. Fyrr í kvöld skipti Dallas leikstjórnandanum Anthony Johnson til Atlanta Hawks og fékk í staðinn valrétt í annari umferð í nýliðavalinu næsta sumar. Það voru svo Portland og Toronto sem gerðu með sér einu markverðu skiptin þegar Fred Jones var sendur frá Toronto til Portland í skiptum fyrir Juan Dixon. Báðir leikmenn eru varaskeifur hjá sínum liðum, en fá nú að byrja með hreint borð á nýjum stað - á hinum enda landsins. Jason Kidd og Vince Carter hjá New Jersey Nets, Pau Gasol hjá Memphis Grizzlies og Mike Bibby hjá Sacramento Kings voru þeir leikmenn sem hvað mestan áhuga höfðu vakið fyrir lokun félagaskiptagluggans, en ljóst er að þeir fara hvergi. Þegar hafa borist fréttir af því hvernig samningaviðræður milli liða þróuðust í dag og í kvöld. Cleveland reyndi ákaft að fá leikstjórnandann Mike Bibby frá Sacramento og var Phoenix komið inn í þær viðræður. Skiptin strönduðu hinsvegar á því að Phoenix var aðeins tilbúið að láta leikstjórnandann Marcus Banks fara í skiptunum en Sacramento og Cleveland höfðu engan áhuga á að fá hann. Sérfræðingur ESPN sjónvarpsstöðvarinnar heldur því fram að Jerry Buss, eigandi LA Lakers, hafi blandað sér harðlega í viðræðurnar við New Jersey um að fá Jason Kidd til Los Angeles og staðhæfir að Lakers-menn hafi gengið frá borði í kvöld fullvissir um að vera búnir að landa leikstjórnandanum. Ekkert varð hinsvegar af þeim viðskiptum og því ljóst að annað hvort Kidd eða eigandi New Jersey skiptu um skoðun - eða vildu aldrei framkvæma skiptin.
NBA Mest lesið Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Enski boltinn Barnastjarna á Álftanesið Körfubolti Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Enski boltinn Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Enski boltinn Anderson henti Van Gerwen úr leik Sport Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Fótbolti Fleiri fréttir Barnastjarna á Álftanesið Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum