Ginobili skoraði 24 stig í röð gegn Atlanta 22. febrúar 2007 03:30 Manu Ginobili tók 24 stiga rispu í fyrri hálfleik gegn Atlanta NordicPhotos/GettyImages Argentínumaðurinn Manu Ginobili var heldur betur í stuði í nótt þegar San Antonio lagði Atlanta 103-96 á útivelli. Ginobili skoraði 40 stig í leiknum og þar af 24 stig San Antonio í röð á kafla í fyrri hálfleiknum. Tim Duncan átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig, líkt og Joe Johnson hjá Atlanta. Indiana lagði Milwaukee í tvíframlengdum spennutrylli 136-129. Jermaine O´Neal skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Indiana en Michael Redd setti 38 stig fyrir Milwaukee. Philadelphia burstaði New York 104-84 þar sem Kyle Korver skoraði 31 stig fyrir Philadelphia en Eddy Curry skoraði 22 fyrir New York. Brasilíumaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfu Cleveland með viðstöðulausri troðslu 16 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið lagði Toronto á útivelli 86-85 í uppgjöri tveggja af fjórum efstu liðanna í Austurdeildinni. Leikurinn var æsispennandi og rétt er að minna á að hann verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 29 stig og Varejao skoraði 16 stig og hirti 15 fráköst. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið. Detroit vann auðveldan sigur á Orlando 110-88 þar sem Orlando tapaði stjötta útileiknum í röð. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando en þeir Chris Webber og Rip Hamilton skoruðu 18 hvor fyrir Detroit. New Orleans vann góðan útisigur á New Jersey Nets 111-107 þrátt fyrir stórleik Vince Carter sem skoraði 46 stig. David West skoraði 32 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar. Charlotte vann góðan útisigur á Minnesota 100-95 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota en Adam Morrison skoraði 26 stig fyrir Charlotte, Matt Carroll 20 stig og Emeka Okafor skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Houston lagði Miami 112-102 þar sem Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en þurfti að fara meiddur af velli. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston. Phoenix lagði Boston 118-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix og Leandro Barbosa skoraði 26 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Golden State lagði Memphis 118-115 í framlengingu þar sem Mike Miller skoraði 45 stig fyrir Memphis og setti félagsmet. Stephen Jackson skoraði 26 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Golden State. Loks vann Portland góðan sigur á LA Lakers á útivelli 112-108 þar sem Jarrett Jack skoraði 30 stig fyrir Portland en Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers, sem tapaði sjötta leiknum í röð. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Argentínumaðurinn Manu Ginobili var heldur betur í stuði í nótt þegar San Antonio lagði Atlanta 103-96 á útivelli. Ginobili skoraði 40 stig í leiknum og þar af 24 stig San Antonio í röð á kafla í fyrri hálfleiknum. Tim Duncan átti einnig fínan leik og skoraði 30 stig, líkt og Joe Johnson hjá Atlanta. Indiana lagði Milwaukee í tvíframlengdum spennutrylli 136-129. Jermaine O´Neal skoraði 29 stig og hirti 15 fráköst fyrir Indiana en Michael Redd setti 38 stig fyrir Milwaukee. Philadelphia burstaði New York 104-84 þar sem Kyle Korver skoraði 31 stig fyrir Philadelphia en Eddy Curry skoraði 22 fyrir New York. Brasilíumaðurinn Anderson Varejao skoraði sigurkörfu Cleveland með viðstöðulausri troðslu 16 sekúndum fyrir leikslok þegar liðið lagði Toronto á útivelli 86-85 í uppgjöri tveggja af fjórum efstu liðanna í Austurdeildinni. Leikurinn var æsispennandi og rétt er að minna á að hann verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 29 stig og Varejao skoraði 16 stig og hirti 15 fráköst. Chris Bosh skoraði 24 stig og hirti 10 fráköst fyrir Kanadaliðið. Detroit vann auðveldan sigur á Orlando 110-88 þar sem Orlando tapaði stjötta útileiknum í röð. Dwight Howard skoraði 26 stig og hirti 15 fráköst fyrir Orlando en þeir Chris Webber og Rip Hamilton skoruðu 18 hvor fyrir Detroit. New Orleans vann góðan útisigur á New Jersey Nets 111-107 þrátt fyrir stórleik Vince Carter sem skoraði 46 stig. David West skoraði 32 stig fyrir New Orleans og Chris Paul var með 19 stig og 11 stoðsendingar. Charlotte vann góðan útisigur á Minnesota 100-95 eftir að hafa lent mest 17 stigum undir í leiknum. Kevin Garnett skoraði 22 stig og hirti 11 fráköst fyrir Minnesota en Adam Morrison skoraði 26 stig fyrir Charlotte, Matt Carroll 20 stig og Emeka Okafor skoraði 12 stig og hirti 19 fráköst - þar af 11 sóknarfráköst. Houston lagði Miami 112-102 þar sem Dwyane Wade var stigahæstur hjá Miami með 27 stig en þurfti að fara meiddur af velli. Tracy McGrady skoraði 32 stig fyrir Houston. Phoenix lagði Boston 118-108 þar sem Amare Stoudemire skoraði 32 stig og hirti 12 fráköst fyrir Phoenix og Leandro Barbosa skoraði 26 stig. Paul Pierce skoraði 24 stig fyrir Boston. Golden State lagði Memphis 118-115 í framlengingu þar sem Mike Miller skoraði 45 stig fyrir Memphis og setti félagsmet. Stephen Jackson skoraði 26 stig og gaf 12 stoðsendingar fyrir Golden State. Loks vann Portland góðan sigur á LA Lakers á útivelli 112-108 þar sem Jarrett Jack skoraði 30 stig fyrir Portland en Kobe Bryant skoraði 25 stig fyrir Lakers, sem tapaði sjötta leiknum í röð.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira