Tekinn með fjögur kíló af kókaíni

Karlmaður um fertugt situr í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á smygli á fjórum kílóum af Kókaíni til landsins í nóvember síðastliðnum. Að sögn Ríkisútvarpsins var efnið falið í bíl, sem maðurinn flutti til landsins, en leysti ekki úr tolli fyrr en í þessum mánuði, og var hann þá handtekinn. Tveir aðrir hafa verið yfirheyrðir vegna málsins. Þetta mun vera stærsta kókaínsending sem tollverðir hafa fundið til þessa.