NBA molar: Nash ætlar að spila í kvöld 20. febrúar 2007 17:11 Steve Nash ætlar að láta reyna á axlarmeiðslin gegn Clippers í kvöld NordicPhotos/GettyImages Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá. NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Deildarkeppnin í NBA hefst á ný í kvöld eftir stutt hlé vegna stjörnuleiksins. Steve Nash ætlar að spila aftur eftir meiðsli, Michael Jordan ritar leikmönnum Bobcats bréf, Mutombo ætlar að spila á næsta ári, Radmanovic meiddur hjá Lakers, Payton og Cassell sýknaðir af líkamsárás, og Pat Riley viðurkennir mistök. Steve Nash hjá Phoenix Suns hefur nú verið frá keppni í um hálfan mánuð vegna axlarmeiðsla og hefur lið Phoenix fyrir vikið dregist aftur úr Dallas í toppbaráttunni í Vesturdeildinni. Phoenix sækir LA Clippers heim í kvöld. Gamla brýnið Dikembe Mutombo hjá Houston Rockets hefur lýst því yfir að hann ætli að spila eitt ár enn í NBA deildinni. Hann er fertugur og er elsti leikmaður deildarinnar. Mutombo á að baki yfir 1100 leiki í deildinni þar sem hann hefur spilað með sex liðum á sextán ára ferli. Michael Jordan hefur ekki verið áberandi síðan hann keypti sig inn í lið Charlotte Bobcats á sínum tíma, en hann ritaði leikmönnum liðsins bréf um helgina þar sem hann lýsti yfir óánægju sinni með árangur liðsins í vetur. Ekkert lið í deildinni borgar eins lág laun og Bobcats og því er plássið undir launaþakinu feikinóg. Eigendur liðsins hafa lýst því yfir að ekkert verði til sparað ef réttir leikmenn verði á lausu í sumar og fór Jordan þess á leit við leikmenn að þeir leggðu jafn hart að sér og hann sjálfur til að koma þessu yngsta félagi í deildinni á réttan kjöl. Serbinn Vladimir Radmanovic fór úr axlarlið á æfingu liðsins á dögunum og er talið að hann verði frá keppni í einar átta vikur vegna þessa. Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir leikmanninn þar sem hann hefur verið að vinna sig hægt og bítandi inn í hópinn hjá Phil Jackson. Þeir Gary Payton hjá Miami, Sam Cassell hjá LA Clippers og fyrrum leikmaðurinn Jason Caffey voru á dögunum hreinsaðir af öllum sökum fyrir rétti. Þremenningarnir voru árið 2003 sakaðir um að hafa ráðist á nektardansmær fyrir utan strípibúllu í Toronto það árið, en þeir voru þá liðsfélagar hjá Milwaukee Bucks. Dansmærin og útkastari á búllunni báru við þokukenndri sjón og krónískum bakverkjum eftir viðskipti sín við leikmennina, en dómari vísaði dramatískum vitnisburði þeirra frá. Pat Riley hefur nú snúið aftur í þjálfarastólinn hjá meisturum Miami Heat eftir að hafa gengist undir tvo uppskurði. Riley viðurkenndi við endurkomuna að hann hefði átt að fara miklu fyrr í þessar aðgerðir, því hann hafi verið orðinn uppstökkur, argur og leiður á að þjálfa vegna heilsubrests og viðurkennir að hafa alls ekki sinnt starfi sínu nógu vel í haust. Að lokum er rétt að minna á leik Milwaukee og Detroit í beinni á NBA TV sjónvarpsstöðinni klukkan eitt eftir miðnætti í kvöld, en þá verða tíu leikir á dagskrá.
NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira