Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri 14. febrúar 2007 12:36 Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30. Baugsmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira
Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30.
Baugsmálið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Sjá meira