Segist þurfa tvo daga til að klára yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri 14. febrúar 2007 12:36 Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30. Baugsmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira
Hádegishlé er nú í Baugsmálinu en í morgun hafa yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannesssyni haldið áfram. Fram kom í máli setts saksóknara, Sigurðar Tómasar Magnússonar að hann þyrfti að líkindum bæði daginn í dag og á morgun til að ljúka yfirheyrslum yfir honum. Hugsanlegt væri að það yrði ekki nóg því yfirheyrslur verða aðeins eftir hádegi á morgun. Verjendur Jóns Ásgeirs og Tryggva Jónssonar, fyrrverandi aðstoðarforstjóra Baugs, gagnrýndu saksóknara fyrir að halda sig ekki við tímaáætlanir um yfirheyrslur og benti Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs, á að yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri hefðu þegar staðið lengur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður Tómas sagði hins vegar að styttri tími færi í yfirheyrslur yfir Tryggva Jónssyni, sem er næstur á listanum, en áætlað hefði verið og því myndi þetta jafnast út. Formaður dómsins, Arngrímur Ísberg, sagðist leggja trúnað á þau orð en tók að hluta undir umkvartanir verjenda. Jón Ásgeir var í morgun yfirheyrður vegna 14. ákæruliðar endurákæru en þar er honum og Tryggva gefið að sök að hafa rangfært bókhald Baugs með þeim hætti að bókfærð var sala á hlutabréfum í Arcadia til Kaupþings án þess að sú sala hefði átt sér stað. Þessum ásökunum neitaði Jón Ásgeir. Eftir að yfirheyrslum vegna 14. ákæruliðar var lokið tók við sá fimmtándi en þar er Jóni og Tryggva gefið að sök að hafa látið gefa út tilhæfulausan kreditreikning frá Nordica, félagi Jóns Geralds Sullenbergers, upp á nærri 62 milljónir króna árið 2001. Var upphæðin færð á viðskiptamannareikning Nordica í bókhaldi Baugs og þannig til tekna hjá Baugi. Þá er Jón Gerald ákærður í þessum lið fyrir að hafa aðstoðað við bókhaldsbrotið með því að gefa út reikninginn. Yfirheyrslum vegna þessa liðar lauk ekki fyrir hádegi en haldið verður áfram kl. 13.30.
Baugsmálið Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Bílarnir dregnir upp úr sjónum Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Fleiri fréttir Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Sjá meira