Náttúruverndarfélagið Sól á Suðurlandi mótmæla harðlega virkjanaáformum Landsvirkjunar í neðri hluta Þjórsár. Í fréttatilkynningu skorar félagið á stjórnvöld að fórna ekki íslenskri náttúru til framkvæmda sem nýtast eiga til mengangi starfsemi.
Í tilkynningunni segir að í framhaldi af umræðu um hlýnun jarðar af mannavöldum sé óásættanlegt að fara í slíkar framkvæmdir. Auk þess verði framkvæmdirnar óafturkræfar og af þeim hljótist veruleg náttúruspjöll.
Þrátt fyrir að framkvæmdirnar muni auka á stöðugleika hagkerfisins, þá munu einungis fá störf skila sér til lengri tíma til byggðanna sem leggja til orkuna. Þá hefur ekki verið sýnt fram á að íbúar geti treyst fyrirhuguðum mótvægisaðgerðum.
Sól á Suðurlandi er félag íbúa í Skeiða- og Gnúpverjahreppi og áhugafólks um náttúruvernd. Þrjú hundruð manns gengu í félagið á fundi þess í gær.