Uggur í skipverjum 9. febrúar 2007 19:23 Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Þá kom eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands um borð til að kanna aðbúnað. Skipverjarnir sem eru frá Georgíu og Úkraínu sögðu þá honum að þeir hefðu ekki fengið greidd laun frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Sú athugun stóð langt fram eftir degi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leiddi hún í ljós kjöt- og fiskmeti í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, sagði í fréttum okkar í gær að laun hefðu ekki fengist greidd síðan í september og skipverjar væru hræddir um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Fulltrúar félagsins dvöldu um borð með skipverjum síðustu nótt. Fulltrúi útgerðarinnar kom til landsins snemma í morgun og fór um borð á níunda tímanum í fylgd íslensk lögfræðings. Birgir segir að þá hafi hitnað í kolunum Skipverjar hafi nær allir, utan skipstjóra og tveggja annarra, lagt fram skriflega kröfu um nýja samninga sem byggðu á reglum Alþjóðaflutningasambandsins og neitað að tala við fulltrúa útgerðarinnar. Yfirvélstjóri um borð í Castor Star segir að fulltrúi eiganda ræði líkast til fljótlega við áhöfn því annars verði ekki hægt að leysa það mál sem upp sé komið. Fréttir Innlent Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira
Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi. Skipið kom með súrál á Grundartanga í fyrradag. Þá kom eftirlitsmaður Sjómannafélags Íslands um borð til að kanna aðbúnað. Skipverjarnir sem eru frá Georgíu og Úkraínu sögðu þá honum að þeir hefðu ekki fengið greidd laun frá í september og auk þess hefðu þeir ekki fengið almennilegan mat í þrjár vikur. Athugun þá mun hafa leitt í ljós að matur var af skornum skammti og illa farinn og því stöðvuðu Sjómannafélagið og Alþjóðaflutningasambandið uppskipun í hádeginu í gær. Fulltrúi Siglingastofnunar kom síðan um borð í morgun til að kanna skipið og pappíra því tengdu. Sú athugun stóð langt fram eftir degi. Samkvæmt heimildum fréttastofu leiddi hún í ljós kjöt- og fiskmeti í lokuðum hyrslum. Sá matur mun þó aðeins hafa verið aðgengilegur skipstjóra og auk þess nokkuð úldinn. Birgir Hólm Björgvinsson, framkvæmdastjóri Sjómannafélagsins, sagði í fréttum okkar í gær að laun hefðu ekki fengist greidd síðan í september og skipverjar væru hræddir um að missa vinnuna og fara á svartan lista. Fulltrúar félagsins dvöldu um borð með skipverjum síðustu nótt. Fulltrúi útgerðarinnar kom til landsins snemma í morgun og fór um borð á níunda tímanum í fylgd íslensk lögfræðings. Birgir segir að þá hafi hitnað í kolunum Skipverjar hafi nær allir, utan skipstjóra og tveggja annarra, lagt fram skriflega kröfu um nýja samninga sem byggðu á reglum Alþjóðaflutningasambandsins og neitað að tala við fulltrúa útgerðarinnar. Yfirvélstjóri um borð í Castor Star segir að fulltrúi eiganda ræði líkast til fljótlega við áhöfn því annars verði ekki hægt að leysa það mál sem upp sé komið.
Fréttir Innlent Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Fleiri fréttir Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Sjá meira