Enn rökrætt um framboð Framtíðarlandsins 7. febrúar 2007 21:59 Frá fundinum í kvöld. MYND/Sigurður Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir. Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira
Mjög fjölsóttur fundur Framtíðarlandsins stendur enn yfir á Hótel Loftleiðum. Mörg hundruð manns mættu á fundinn en gildan atkvæðisrétt höfðu einungis þeir sem gerst höfðu félagar fyrir tólf á hádegi á mánudaginn var. Á fundinum var borin upp tillaga stjórnar um að boðið yrði fram í nafni Framtíðarlandsins í næstu alþingiskosningum og drög að stefnu þar að lútandi var lögð fram. Miklar umræður spunnust í kjölfar þess að tillagan var borin upp og sér ekki fyrir endann á þeim ennþá. Harða andstöðu mátti greina hjá mörgum á mælendaskrá, meðal annars hjá þeim sem hafa verið áberandi í flokkstarfi annarra flokka, svo sem Hjörleifi Guttormssyni, sem var þingmaður og ráðherra fyrir Alþýðubandalagið. Hann er einnig einn helsti hugmyndafræðingur Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í umhverfismálum. Þá tók einnig til máls Dofri Hermannsson sem hefur starfað ötullega að umhverfismálum innan Samfylkingarinnar og lagðist líkt og Hjörleifur gegn sérstöku framboði framtíðarlandsins. Dofri gagnrýndi einnig að Ómari Ragnarsyni, sem verið hefur einna mest áberandi af forsprökkum Framtíðarlandsins, skildi hafa verið meinað að taka til máls og greiða atkvæði á fundinum þar sem hann væri ekki gildur félagi í Framtíðarlandinu. Ómar Ragnarsson lýsti því yfir í kvöldfréttum Stöðvar tvö að hann myndi leggjast gegn sérstöku framboði Framtíðarlandsins en væri annars hlynntur því að nýtt framboð umhverfissinna kæmi fram á sjónarsviðið undir formerkjum hægri grænnar stefnu. Eftir japl og jaml og fuður var Ómari þó leyft að stíga í pontu þar sem hann lýsti fyrri skoðun sinni og dró hvergi af sér. Að lokum vakti athygli að Guðrún Ásmundsdóttir, einn helsti stuðningsmaður Margrétar Sverrisdóttur, fyrrum framkvæmdastjóra Frjálslynda flokksins og ritara, sem nú hefur sagt skilið við flokkinn, lýsti yfir eindregnum stuðningi við að Framtíðarlandið byði fram í kosningum í vor. Þegar er byrjað að kjósa um tillöguna en þorri fundarmanna hefur ekki kosið þar sem umræður standa enn yfir.
Fréttir Innlent Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Sjá meira