Víðernin, hálendisvegur, Byrgismál, Breiðavík, póstlistar, taugaveiki 6. febrúar 2007 22:10 Stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu er orðin einhvers konar mantra. Vei þeim sem kann ekki að meta þau, eða lýsir hrifningu sinni ekki nógu sterkt. Ég vil leggja veg yfir hálendið. Viltu eyðileggja stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu? Úbbs. Best að segja ekki meira. --- --- --- Fyrst þegar Byrgismálið kom upp varð mér aðeins á í messunni. Ég rifjaði upp umræður í þinginu og fjölmiðlum og taldi að stjórnmálamenn úr öllum flokkum og kjaftastéttirnar bæru einhvers konar samábyrgð í málinu. Það var málflutningur af þessu tagi sem Geir Haarde forsætisráðherra notaði í þinginu í gær. En hann er ekki alveg að virka. Ég vissi ekki um allar skýrslurnar sem höfðu verið gerðar um Byrgið, allar viðvörunarbjöllurnar sem höfðu hringt án afláts - alla ráðherrana og ráðuneytismennina sem höfðu skellt skollaeyrunum við þeim. Þessir menn vissu betur en kusu að þegja, kannski af ótta við að pólitískar fýlubombur spryngju í andlitið á þeim. Það heitir yfirhylming. Þingmenn og kaffihúsaspekingar sem töluðu um Byrgið á sínum tíma höfðu enga vitneskju um þetta. Þessar upplýsingar eru fyrst að koma upp á yfirborðið núna. Þess vegna var ræða Geirs ekki annað en útúrsnúningur. --- --- --- Heimurinn þróast vonandi í þá átt að verða ögn sívílíseraðri, að minnsta kosti hér á Vesturlöndum. Helsti mælikvarði á siðmenningu er hugsanlega hvernig er komið fram við börn, fatlað fólk og lítilmagna. Það er ekki svo langt síðan að þótti ekki svo mikið tiltökumál að vera vondur við börn. Breiðavíkurmálið er hörmulegt dæmi um það - næstum eins og það sé sprottið úr sögu eftir Dickens. Nú lifum við í samfélagi þar sem baráttan stendur frekar um að vernda börnin fyrir öllu ruslinu sem verið að troða upp á þau. Ég trúi því ekki að Breiðavíkurnar séu víða á Íslandi eins og einn viðmælandi Kastljóssins sagði. --- --- --- Ég hef verið skráður á tvo póstlista undanfarin misseri. Báðir voru nokkuð gagnlegir til að byrja með, stundum voru þar lífleg skoðanaskipti, stundum var bara verið að auglýsa fundi. Svo fylltist annar af ruslpósti svo ekki varð við neitt ráðið. Ég lét skrá mig af honum. Nú er ég líka búinn að láta afskrá mig af hinum sem gengur aðallega út á að hópur sagnfræðinga er að skrifast á um hver þeirra sé vanmetnastur. --- --- --- Kári læknir var að sjúkdómsgreina föður sinn sem hefur verið með einhverja pest. Fyrsta sjúkdómsgreiningin hljóðaði upp á "búlgu (bólgu) með dvergasandi". Dvergasandur er kverkaskítur á máli barnsins, svo þetta er sennilega ekkert alvarlega en hálsbólga. Seinni sjúkdómsgreiningin var ískyggilegri - taugaveiki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu er orðin einhvers konar mantra. Vei þeim sem kann ekki að meta þau, eða lýsir hrifningu sinni ekki nógu sterkt. Ég vil leggja veg yfir hálendið. Viltu eyðileggja stærstu ósnortnu víðerni í Evrópu? Úbbs. Best að segja ekki meira. --- --- --- Fyrst þegar Byrgismálið kom upp varð mér aðeins á í messunni. Ég rifjaði upp umræður í þinginu og fjölmiðlum og taldi að stjórnmálamenn úr öllum flokkum og kjaftastéttirnar bæru einhvers konar samábyrgð í málinu. Það var málflutningur af þessu tagi sem Geir Haarde forsætisráðherra notaði í þinginu í gær. En hann er ekki alveg að virka. Ég vissi ekki um allar skýrslurnar sem höfðu verið gerðar um Byrgið, allar viðvörunarbjöllurnar sem höfðu hringt án afláts - alla ráðherrana og ráðuneytismennina sem höfðu skellt skollaeyrunum við þeim. Þessir menn vissu betur en kusu að þegja, kannski af ótta við að pólitískar fýlubombur spryngju í andlitið á þeim. Það heitir yfirhylming. Þingmenn og kaffihúsaspekingar sem töluðu um Byrgið á sínum tíma höfðu enga vitneskju um þetta. Þessar upplýsingar eru fyrst að koma upp á yfirborðið núna. Þess vegna var ræða Geirs ekki annað en útúrsnúningur. --- --- --- Heimurinn þróast vonandi í þá átt að verða ögn sívílíseraðri, að minnsta kosti hér á Vesturlöndum. Helsti mælikvarði á siðmenningu er hugsanlega hvernig er komið fram við börn, fatlað fólk og lítilmagna. Það er ekki svo langt síðan að þótti ekki svo mikið tiltökumál að vera vondur við börn. Breiðavíkurmálið er hörmulegt dæmi um það - næstum eins og það sé sprottið úr sögu eftir Dickens. Nú lifum við í samfélagi þar sem baráttan stendur frekar um að vernda börnin fyrir öllu ruslinu sem verið að troða upp á þau. Ég trúi því ekki að Breiðavíkurnar séu víða á Íslandi eins og einn viðmælandi Kastljóssins sagði. --- --- --- Ég hef verið skráður á tvo póstlista undanfarin misseri. Báðir voru nokkuð gagnlegir til að byrja með, stundum voru þar lífleg skoðanaskipti, stundum var bara verið að auglýsa fundi. Svo fylltist annar af ruslpósti svo ekki varð við neitt ráðið. Ég lét skrá mig af honum. Nú er ég líka búinn að láta afskrá mig af hinum sem gengur aðallega út á að hópur sagnfræðinga er að skrifast á um hver þeirra sé vanmetnastur. --- --- --- Kári læknir var að sjúkdómsgreina föður sinn sem hefur verið með einhverja pest. Fyrsta sjúkdómsgreiningin hljóðaði upp á "búlgu (bólgu) með dvergasandi". Dvergasandur er kverkaskítur á máli barnsins, svo þetta er sennilega ekkert alvarlega en hálsbólga. Seinni sjúkdómsgreiningin var ískyggilegri - taugaveiki.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun