Stjórnvöld kærulaus um stera 4. febrúar 2007 19:21 Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. Þegar fíkniegfnalögreglan tekur þrjátíu þúsund skammta af sterum eins og á föstudag hljóta að vakna spurningar um hversu útbreidd þssi misnotkun er. Birgir segir að þessi misnotkun sé ekki einungis tengd keppnisíþróttum og sé talin algeng á líkamsræktarstöðvum. Hann bendir á hættuna af steranoktun. Hún skemmi hjarta- og æðakerfi auk þess sem hún auki á árásargirnd notenda. Birgir segir að víða annars staðar sé haft eftirlit með steranotkun í líkamsræktarstöðvum. Þess utan hafi sterar á sumum stöðum verið flokkaðir sem fíkniefni. Samkvæmt núgildandi löggjöf hér á landi varðar sterasmygl við lyfjalög og eru refsingar því til muna mildari en ef um fíkniefni væri að ræða. Gagnrýnir Birgir stjórnvöld fyrir kæruleysi í þessum málum og hafi þau seint og illa brugðist við margítrekuðum ábendingum, meðal annars frá honum. Sá sem handtekinn var á föstudag vegna skamtanna 30 þúsund var forvígismaður í Kraftlyftingasambandinu en hann lét af störfum á aðalfundi á föstudagskvöld og gékk úr félaginu. Þar var ný stjórn kjörin og segir Jóhanna Eiríksdóttir, nýr formaður Kraft, að hún vilji bæta ímynd kraftlyftinga og koma því á framfæri að steranotkun sé vandamál innan allra íþróttagreina. Segir Jóhanna að stefnt sé að inngöngu Krafts í ÍSÍ að nýju. Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira
Jóhanna Eiríksdóttir, nýkjörinn formaður Kraftlyftingasambandsins harmar að stóra steramálið hafi tengst sambandinu og segir það á móti steranotkun. Birgir Guðjónsson læknir og meðlimur í lyfjanefnd alþjóða frjálsíþróttasambandsins segir að stjórnvöld hafi sýnt algjört kæruleysi í þessum málaflokki. Þegar fíkniegfnalögreglan tekur þrjátíu þúsund skammta af sterum eins og á föstudag hljóta að vakna spurningar um hversu útbreidd þssi misnotkun er. Birgir segir að þessi misnotkun sé ekki einungis tengd keppnisíþróttum og sé talin algeng á líkamsræktarstöðvum. Hann bendir á hættuna af steranoktun. Hún skemmi hjarta- og æðakerfi auk þess sem hún auki á árásargirnd notenda. Birgir segir að víða annars staðar sé haft eftirlit með steranotkun í líkamsræktarstöðvum. Þess utan hafi sterar á sumum stöðum verið flokkaðir sem fíkniefni. Samkvæmt núgildandi löggjöf hér á landi varðar sterasmygl við lyfjalög og eru refsingar því til muna mildari en ef um fíkniefni væri að ræða. Gagnrýnir Birgir stjórnvöld fyrir kæruleysi í þessum málum og hafi þau seint og illa brugðist við margítrekuðum ábendingum, meðal annars frá honum. Sá sem handtekinn var á föstudag vegna skamtanna 30 þúsund var forvígismaður í Kraftlyftingasambandinu en hann lét af störfum á aðalfundi á föstudagskvöld og gékk úr félaginu. Þar var ný stjórn kjörin og segir Jóhanna Eiríksdóttir, nýr formaður Kraft, að hún vilji bæta ímynd kraftlyftinga og koma því á framfæri að steranotkun sé vandamál innan allra íþróttagreina. Segir Jóhanna að stefnt sé að inngöngu Krafts í ÍSÍ að nýju.
Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Fleiri fréttir Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Sjá meira