Forstjóri MEST hættir vegna ágreinings 30. janúar 2007 10:29 Þórður Birgir Bogason hefur starfað fyrir MEST ehf frá árinu 2005. Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Þórður að ástæður brotthvarfs síns úr forstjórastólnum væru að mestu vegna ósættis á faglegum áherslum: "Fyrst og fremst erum við ósammála um hvernig við viljum leiða fyrirtækið inn í framtíðina og aðferðafræði tengda því." Þórður segir að ferlið hafi tekið nokkrar vikur, en þegar ljóst var að leiðir hans og eigendanna lágu ekki saman í framtíðinni, ákvað hann að draga sig í hlé. Þórður ítrekar að ekki sé um persónulegan ágreining að ræða. Bjarni staðfesti ágreininginn og sagði: "Þegar menn eru sammála um að vera ósammála, þá skilja leiðir og ekkert óeðlielgt við það. Þórður hefur staðið sig frábærlega vel, en þegar stjórnendur og eigendur greinir á er eðilegt að stjórnandi hætti." Hafist verður handa við að leita eftir nýjum forstjóra sem fyrst. Ekki liggur fyrir hvað Þórður mun taka sér fyrir hendur, en hann segist vera að hugsa sinn gang. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Síðan þá hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir byggingariðnað og verklegar framkvæmdir. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði. Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Þórður Birgir Bogason forstjóri MEST ehf hefur óskað eftir að láta af störfum fyrir fyrirtækið. Ástæðan er ósætti um framtíðarsýn fyrirtækisins. Stjórn félagsins hefur gengið frá starfslokasamningi við Þórð og mun Bjarni Gunnarsson stjórnarformaður MEST ehf taka tímabundið við starfi forstjóra. Verið er að kynna breytingarnar á starfsmannafundi. Í samtali við fréttastofu Vísis sagði Þórður að ástæður brotthvarfs síns úr forstjórastólnum væru að mestu vegna ósættis á faglegum áherslum: "Fyrst og fremst erum við ósammála um hvernig við viljum leiða fyrirtækið inn í framtíðina og aðferðafræði tengda því." Þórður segir að ferlið hafi tekið nokkrar vikur, en þegar ljóst var að leiðir hans og eigendanna lágu ekki saman í framtíðinni, ákvað hann að draga sig í hlé. Þórður ítrekar að ekki sé um persónulegan ágreining að ræða. Bjarni staðfesti ágreininginn og sagði: "Þegar menn eru sammála um að vera ósammála, þá skilja leiðir og ekkert óeðlielgt við það. Þórður hefur staðið sig frábærlega vel, en þegar stjórnendur og eigendur greinir á er eðilegt að stjórnandi hætti." Hafist verður handa við að leita eftir nýjum forstjóra sem fyrst. Ekki liggur fyrir hvað Þórður mun taka sér fyrir hendur, en hann segist vera að hugsa sinn gang. Þórður var ráðinn til að leiða samruna fyrirtækjanna Merkúr og Steypustöðvarinnar sem urðu MEST haustið 2005. Síðan þá hefur MEST orðið eitt öflugasta fyrirtæki landsins með vörur og þjónustu fyrir byggingariðnað og verklegar framkvæmdir. Síðastliðið haust sameinuðust MEST og Súperbygg undir merkjum MEST en áætluð velta sameinaðs félags er um 8 milljarðar króna og starfsmenn eru um 270 talsins. MEST flutti nýlega höfuðstöðvar sínar að Fornubúðum í Hafnarfirði.
Fréttir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira