Leyniviðaukar ræddir á Alþingi 28. janúar 2007 18:30 Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Það var í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn í fyrra sem Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra óskaði þess að leynd yrði létt af viðaukum við Varnarsamninginn frá 1951. Bandaríkjamenn tóku þá beiðni til meðferðar og þann átjánda þessa mánaðar tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra, í ræðu að þeir hefðu heimilað birtingu þeirra. Þar var að finna ákvæði þess efnis að Bandaríkjamönnum væri ekki skilt að afhenda Íslandi aftur landsvæði við lok samningsins í sama ástandi og þau voru þegar þau fengust til afnota. Þeir áttu þó að flytja burt úrgangsefni eftir því sem við yrði komið. Þetta ákvæði var enn í gildi þegar kom að því að semja um viðskilnað Bandaríkjahers í fyrra. Fréttastofu hefur ekki tekist að fá svör við því hvort reynt hafi verið af fullri alvöru að fá ákvæðinu breytt meðan samningurinn var í gildi. Þetta ákvæði hafi þó komið til umræðu á síðustu árum en án breytinga. Í mars í fyrra ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður, við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um hvernig staðið yrði að viðskilnaði Bandaríkjamanna. Hún spurði hvort íslenska ríkisstjórnin hefði undirgengist einhverjar kvaðir, eins og til dæmis hefði gerst á Heiðarfjalli, um að Bandaríkjamenn bæru ekki ábyrgð á hreinsunarstarfi. Halldór svaraði því neitandi. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Það hefðu verið viðhöfð önnur viðbrögð í seinni tíð. Vekur þetta spurningar um hvort allir utanríkisráðherrar hafi vitað um innihald leyniviðaukanna. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um leyniviðaukanna og telur mörgum spurningum ósvarað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður málið tekið upp á þingi á miðvikudaginn. Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra, sagði fyrir tæpu ári að Íslendingar hefðu EKKI gengist undir kvaðir sem losuðu Bandaríkjamenn undan ábyrgð á að hreinsa varnarsvæði á Íslandi. Síðan þá hafa komið fram leyniviðaukar, við varnarsamninginn frá 1951, sem segja aðra sögu. Utandagskrárumræða um viðaukana er fyrirhuguð á Alþingi um miðja viku. Það var í varnarviðræðunum við Bandaríkjamenn í fyrra sem Geir H. Haarde, þáverandi utanríkisráðherra óskaði þess að leynd yrði létt af viðaukum við Varnarsamninginn frá 1951. Bandaríkjamenn tóku þá beiðni til meðferðar og þann átjánda þessa mánaðar tilkynnti Valgerður Sverrisdóttir, núverandi utanríkisráðherra, í ræðu að þeir hefðu heimilað birtingu þeirra. Þar var að finna ákvæði þess efnis að Bandaríkjamönnum væri ekki skilt að afhenda Íslandi aftur landsvæði við lok samningsins í sama ástandi og þau voru þegar þau fengust til afnota. Þeir áttu þó að flytja burt úrgangsefni eftir því sem við yrði komið. Þetta ákvæði var enn í gildi þegar kom að því að semja um viðskilnað Bandaríkjahers í fyrra. Fréttastofu hefur ekki tekist að fá svör við því hvort reynt hafi verið af fullri alvöru að fá ákvæðinu breytt meðan samningurinn var í gildi. Þetta ákvæði hafi þó komið til umræðu á síðustu árum en án breytinga. Í mars í fyrra ræddi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, fréttamaður, við Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, um hvernig staðið yrði að viðskilnaði Bandaríkjamanna. Hún spurði hvort íslenska ríkisstjórnin hefði undirgengist einhverjar kvaðir, eins og til dæmis hefði gerst á Heiðarfjalli, um að Bandaríkjamenn bæru ekki ábyrgð á hreinsunarstarfi. Halldór svaraði því neitandi. Ekki væri um neitt slíkt að ræða. Það hefðu verið viðhöfð önnur viðbrögð í seinni tíð. Vekur þetta spurningar um hvort allir utanríkisráðherrar hafi vitað um innihald leyniviðaukanna. Stjórnarandstaðan hefur óskað eftir umræðu utan dagskrár um leyniviðaukanna og telur mörgum spurningum ósvarað. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu verður málið tekið upp á þingi á miðvikudaginn.
Erlent Fréttir Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Erlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Erlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Erlent „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira