Heitt í kolunum í Minneapolis 20. janúar 2007 13:23 Kevin Garnett skoraði 14 stig og hirti 19 frákst áður en hann var rekinn í bað í nótt NordicPhotos/GettyImages Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. "Ég kýldi ekki til baka, en mig langaði til þess," sagði McDyess þegar hann var spurður út í atvikið eftir leikinn. Kevin Garnett svaraði ekki spurningum fréttamanna. Forráðamenn deildarinnar eru farnir að taka mjög hart á svona uppákomun og mikið má vera ef Garnett sleppur við bann - því ef menn sveifla hnefunum í leik í dag, eru þeir yfirleitt settir í bann hvort sem höggin lenda eður ei. Þetta var líklega ekki heppilegasta upphitunin sem leikmenn Detroit hefðu getta fengið fyrir leik liðsins í kvöld, þar sem Ron Artest mætir í fyrsta sinn í The Palace í Detroit síðan í uppþotinu fræga árið 2004. Mark Blount var stigahæstur í liði Minnesota í nótt með 22 stig en Rip Hamilton skoraði 26 stig. Phoenix vann 12. leikinn í röð þegar liðið skellti baráttuglöðu liði Portland 106-101 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Zach Randolph skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland. Denver lagði Cleveland 110-99. Marcus Camby skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver en LeBron James náði þrennu hjá Cleveland með 30 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Miami tapaði í framlengingu fyrir slöku liði Philadelphia 98-95. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami en þrír leikmenn Philadelphia skoruðu 16 stig hver. Washington vann öruggan útisigur á Orlando 114-93 og stefnir óðfluga á toppsætið í austurdeildinni. Antawn Jamison skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington og Gilbert Arenas bætti við 30 stigum. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando. Sacramento stöðvaði sex leikja taphrinu með 96-91 útisigri á Boston. Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento en Delonte West var með 25 stig fyrir Boston. Utah lagði Toronto 102-94. Mehmet Okur skoraði 27 stig fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst. Chris Bosh var með 29 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Charlotte burstaði Atlanta á útivelli 96-75 þar sem Emeka Okafor skoraði 22 stig fyrir gestina en Joe Johnson skoraði 19 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði granna sína í New York naumlega 101-100 þar sem gamli maðurinn Clifford Robinson tryggði sigurinn með því að blaka boltanum ofan í um leið og lokaflautið gall. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá New Jersey, en Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir New York. San Antonio lagði New Orleans í beinni á NBA TV 99-86, en þeir David West og Bobby Jackson sneru til baka úr meiðslum í liði New Orleans. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio en David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan heimasigur á Milwaukee 99-72 þar sem Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Ruben Patterson skoraði 16 fyrir Milwaukee. NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira
Það var heitt í kolunum í Minneapolis í nótt þegar Detroit Pistons kom í heimsókn og vann frækinn 104-98 sigur í tvíframlengdum leik. Kevin Garnett og Antonio McDyess var vísað úr húsi eftir að þeim lenti saman og gæti Garnett átt yfir höfði sér leikbann eftir að hann sló til mótherja síns. "Ég kýldi ekki til baka, en mig langaði til þess," sagði McDyess þegar hann var spurður út í atvikið eftir leikinn. Kevin Garnett svaraði ekki spurningum fréttamanna. Forráðamenn deildarinnar eru farnir að taka mjög hart á svona uppákomun og mikið má vera ef Garnett sleppur við bann - því ef menn sveifla hnefunum í leik í dag, eru þeir yfirleitt settir í bann hvort sem höggin lenda eður ei. Þetta var líklega ekki heppilegasta upphitunin sem leikmenn Detroit hefðu getta fengið fyrir leik liðsins í kvöld, þar sem Ron Artest mætir í fyrsta sinn í The Palace í Detroit síðan í uppþotinu fræga árið 2004. Mark Blount var stigahæstur í liði Minnesota í nótt með 22 stig en Rip Hamilton skoraði 26 stig. Phoenix vann 12. leikinn í röð þegar liðið skellti baráttuglöðu liði Portland 106-101 á heimavelli. Amare Stoudemire skoraði 23 stig fyrir Phoenix en Zach Randolph skoraði 36 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland. Denver lagði Cleveland 110-99. Marcus Camby skoraði 26 stig og hirti 17 fráköst fyrir Denver en LeBron James náði þrennu hjá Cleveland með 30 stigum, 10 fráköstum og 10 stoðsendingum. Miami tapaði í framlengingu fyrir slöku liði Philadelphia 98-95. Dwyane Wade skoraði 28 stig fyrir Miami en þrír leikmenn Philadelphia skoruðu 16 stig hver. Washington vann öruggan útisigur á Orlando 114-93 og stefnir óðfluga á toppsætið í austurdeildinni. Antawn Jamison skoraði 31 stig og hirti 16 fráköst fyrir Washington og Gilbert Arenas bætti við 30 stigum. Grant Hill skoraði 24 stig fyrir Orlando. Sacramento stöðvaði sex leikja taphrinu með 96-91 útisigri á Boston. Kevin Martin skoraði 27 stig fyrir Sacramento en Delonte West var með 25 stig fyrir Boston. Utah lagði Toronto 102-94. Mehmet Okur skoraði 27 stig fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 19 fráköst. Chris Bosh var með 29 stig og 11 fráköst hjá Toronto. Charlotte burstaði Atlanta á útivelli 96-75 þar sem Emeka Okafor skoraði 22 stig fyrir gestina en Joe Johnson skoraði 19 stig fyrir Atlanta. New Jersey lagði granna sína í New York naumlega 101-100 þar sem gamli maðurinn Clifford Robinson tryggði sigurinn með því að blaka boltanum ofan í um leið og lokaflautið gall. Jason Kidd skoraði 23 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst hjá New Jersey, en Quentin Richardson skoraði 24 stig fyrir New York. San Antonio lagði New Orleans í beinni á NBA TV 99-86, en þeir David West og Bobby Jackson sneru til baka úr meiðslum í liði New Orleans. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio en David West skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Loks vann Seattle auðveldan heimasigur á Milwaukee 99-72 þar sem Ray Allen skoraði 21 stig fyrir Seattle en Ruben Patterson skoraði 16 fyrir Milwaukee.
NBA Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Sjá meira