Fasteignir voru seldar úr Símanum 28. nóvember 2007 00:01 Síminn seldi meðal annars Ármúla 25 Í október samþykkja Skipti að selja Fasteignafélagið Jörfa til Exista Properties. Exista er stærsti eigandinn í Skiptum. Upphaflega þegar Símanum var skipt upp var fjármálaráðherra spurður, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sem seldi Símann, hvort við það væri nokkuð að athuga. Hins vegar var ekki leitað eftir leyfi til að selja félagið, og þar með flestar fasteignir Símans, út úr Skiptum. „Það var ekki gerð athugasemd við uppskiptingu Símans í Mílu, Símann og Jörfa. Hún var í samræmi við skilyrði kaupsamningsins á meðan þetta rýrði ekki verðmæti félagsins og eign hluthafanna. Eigendur Skipta þurftu því ekki að spyrja ríkið hvort selja mætti fasteignafélagið. Það rýrir ekki verðmæti Skipta. Hluthafar eru í raun betur settir á eftir. Söluhagnaðurinn nam rúmum 1,3 milljörðum króna. Þá fjármuni, sem áður voru fastir í fasteignum, er nú hægt að nota í fjárfestingar sem eru arðbærari en þessar eignir," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta. Fjármálaráðuneytinu var ekki tilkynnt um þessa sölu. Í samtali við Markaðinn sagði fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, að sér virtist sem hluthafar væru að minnsta kosti jafn vel settir eftir söluna á fasteignum Símans og fyrir. Hann hafði samt ekki kynnt sér málið. Engar athugasemdir hafa verið settar fram um þennan gjörning af hálfu stjórnvalda og kaupin voru gerð með samþykki allra hluthafa. Í raun lýkur ekki einkavæðingarferlinu fyrr en búið er að standa við skilmála kaupsamningsins og selja þrjátíu prósenta hlut til almennings og annarra fjárfesta. Pólitísk átök í aðdraganda sölunnar árið 2005 snerust meðal annars um aðgang venjulegs fólks að einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Stofnað var sérstök hreyfing undir forystu Agnesar Bragadóttur og Orra Vigfússonar til að vekja athygli á þessu og berjast fyrir aðkomu almennings. Í ljósi þess vakna spurningar um hvort það sé í anda kaupsamningsins að selja eignir út úr félaginu þó að ekkert mæli sérstaklega gegn því. Væri til dæmis heimilt að selja Mílu út úr félaginu eða aðrar stórar eignir áður en almenningur fær tækifæri til að kaupa í Skiptum? Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa engar aðrar sambærilegar eignir og Jöfra verið seldar út úr Símanum og Skiptum á síðastliðnum þremur árum. Skipti, sem hefur gert leigusamninga við Jöfra, á einnig forkaupsrétt á eignunum. Verðmatið var byggt á leigusamningum sem Síminn og Míla höfðu gert við Jöfra. Þar sem leigusamningar lágu ekki til grundvallar, svo sem hvað varðar lóðaréttindi, voru eignirnar metnar af tveimur óháðum fasteignasölum og var fundið meðalverð. Þessar upplýsingar koma frá Skiptum. Undir smásjánni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira
Í október samþykkja Skipti að selja Fasteignafélagið Jörfa til Exista Properties. Exista er stærsti eigandinn í Skiptum. Upphaflega þegar Símanum var skipt upp var fjármálaráðherra spurður, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar sem seldi Símann, hvort við það væri nokkuð að athuga. Hins vegar var ekki leitað eftir leyfi til að selja félagið, og þar með flestar fasteignir Símans, út úr Skiptum. „Það var ekki gerð athugasemd við uppskiptingu Símans í Mílu, Símann og Jörfa. Hún var í samræmi við skilyrði kaupsamningsins á meðan þetta rýrði ekki verðmæti félagsins og eign hluthafanna. Eigendur Skipta þurftu því ekki að spyrja ríkið hvort selja mætti fasteignafélagið. Það rýrir ekki verðmæti Skipta. Hluthafar eru í raun betur settir á eftir. Söluhagnaðurinn nam rúmum 1,3 milljörðum króna. Þá fjármuni, sem áður voru fastir í fasteignum, er nú hægt að nota í fjárfestingar sem eru arðbærari en þessar eignir," segir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta. Fjármálaráðuneytinu var ekki tilkynnt um þessa sölu. Í samtali við Markaðinn sagði fjármálaráðherra, Árni M. Mathiesen, að sér virtist sem hluthafar væru að minnsta kosti jafn vel settir eftir söluna á fasteignum Símans og fyrir. Hann hafði samt ekki kynnt sér málið. Engar athugasemdir hafa verið settar fram um þennan gjörning af hálfu stjórnvalda og kaupin voru gerð með samþykki allra hluthafa. Í raun lýkur ekki einkavæðingarferlinu fyrr en búið er að standa við skilmála kaupsamningsins og selja þrjátíu prósenta hlut til almennings og annarra fjárfesta. Pólitísk átök í aðdraganda sölunnar árið 2005 snerust meðal annars um aðgang venjulegs fólks að einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Stofnað var sérstök hreyfing undir forystu Agnesar Bragadóttur og Orra Vigfússonar til að vekja athygli á þessu og berjast fyrir aðkomu almennings. Í ljósi þess vakna spurningar um hvort það sé í anda kaupsamningsins að selja eignir út úr félaginu þó að ekkert mæli sérstaklega gegn því. Væri til dæmis heimilt að selja Mílu út úr félaginu eða aðrar stórar eignir áður en almenningur fær tækifæri til að kaupa í Skiptum? Samkvæmt heimildum Markaðarins hafa engar aðrar sambærilegar eignir og Jöfra verið seldar út úr Símanum og Skiptum á síðastliðnum þremur árum. Skipti, sem hefur gert leigusamninga við Jöfra, á einnig forkaupsrétt á eignunum. Verðmatið var byggt á leigusamningum sem Síminn og Míla höfðu gert við Jöfra. Þar sem leigusamningar lágu ekki til grundvallar, svo sem hvað varðar lóðaréttindi, voru eignirnar metnar af tveimur óháðum fasteignasölum og var fundið meðalverð. Þessar upplýsingar koma frá Skiptum.
Undir smásjánni Mest lesið Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Fær endurgreiðslu þar sem sjónvarpið í herberginu virkaði ekki Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Atvinnulíf Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Sammála um aukna verðbólgu í september Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Viðskipti innlent Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Sjá meira