Stundum hófsamar veiðar Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 2. nóvember 2007 00:01 Umræðan Rjúpnaveiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum framlengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiðistjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiðimanna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingunum og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Sjá meira
Umræðan Rjúpnaveiðar Rjúpnaveiðitímabilið hófst í gær. Í haust verða veiðar á rjúpu eingöngu leyfðar í nóvembermánuði, fjóra daga vikunnar. Þetta er gert í ljósi niðurstöðu rjúpnatalningar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem sýndi að fækkað hefur í varpstofni rjúpunnar um 70.000 fugla frá því í fyrra. Við aðstæður sem þessar ber stjórnvöldum að gæta ítrustu varfærni við ákvörðun um veiðistjórnun og við því hefur verið brugðist með því að fækka veiðidögum úr 26 í 18. Auk þess verður griðlandi rjúpu á Suðvesturlandi viðhaldið og sölubanni á rjúpu og rjúpnaafurðum framlengt. Fækkun veiðidaga á ekki að koma niður á þorra skotveiðimanna. Breytingin mun hins vegar verst koma við þá fáu magnveiðimenn sem eftir eru. Veiðikortakerfi það sem notað er við veiðistjórnun hér á landi hefur að mörgu leyti reynst vel. Engu síður hefur borið á því að skil veiðimanna á veiðiskýrslum dreifist nokkuð yfir árið. Það er hins vegar nauðsynlegt að skýrslurnar skili sér fyrr, það er að þær hafi allar borist að vori, svo að stjórnvöld geti unnið úr upplýsingunum og haft hliðsjón af þeim við ákvörðunartöku um rjúpnaveiði. Ég mun á næstunni beita mér fyrir breytingu á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum til að svo megi verða. Undanfarin ár hafa skotveiðimenn brugðist vel við óskum umhverfisráðuneytisins um hófsamar og ábyrgar veiðar. Rjúpnaskyttur bera mikla ábyrgð á því að vel takist til við veiðarnar í haust og eiga jafnframt mikilla hagsmuna að gæta að vel takist til. Ég vil þess vegna hvetja veiðimenn til þess að leggja sitt af mörkum og skjóta ekki fleiri rjúpur en þeir þurfa fyrir sig og sína. Þannig stuðla þeir að því að áfram verði gengið til rjúpna á Íslandi um ókomna framtíð. Að lokum óska ég veiðimönnum ánægjulegrar útivistar í íslenskri náttúru.Höfundur er umhverfisráðherra.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar