Vilja slá skjaldborg um Sparisjóð Vestmannaeyja 20. október 2007 06:00 Elliði Vignisson segir samfélagsskyldu stofnfjáreigenda þó nokkra. Margir hafi fengið stofnfjárbréf vegna tengsla við Vestmannaeyjabæ eða verið boðið að kaupa bréf. Fréttablaðið/Óskar P. Friðriksson Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja vilja koma í veg fyrir að Sparisjóður Vestmannaeyja verði yfirtekinn líkt og gerðist í Hafnarfirði. Bæjarstjórnin heitir á stjórn og stofnfjáreigendur að standa saman og sækist eftir að kaupa stofnfjárbréf til að gæta að hagsmunum bæjarfélagsins. „Ýmsir hafa verið að ásælast stofnfjárbréfin," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við vitum til þess að það hefur verið auglýst eftir stofnfjárbréfum til kaups. Í því sambandi eru nefndar háar fjárhæðir, allt að fjörutíu milljónum króna. Við viljum vara við þessu því miðað við þessa fjárhæð er verið að ásælast völd yfir varasjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja." Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er varasjóðurinn metinn á allt að 2,5 milljarða króna. Hins vegar er framlag sjötíu stofnfjáreigenda til sjóðsins einungis tæpar fjórar milljónir króna í formi keyptra stofnfjárbréfa. Uppreiknað virði hvers stofnfjárbréfs er um 55 þúsund krónur. Samkvæmt þessu gæti stofnfjáreigandi, sem keypti stofnfjárbréf á 55 þúsund krónur, selt bréfið á fjörutíu milljónir króna. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja heitir á stjórn og stofnfjáreigendur Sparisjóðsins að standa saman og minnir jafnframt á að þeir eru trúnaðarmenn sjóðsins," segir í ályktun sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Þar lagði Elliði einnig til að bærinn keypti allt að fimm prósent stofnfjárbréfa Sparisjóðsins. Það yrði gert á genginu einn. Verður það mál tekið fyrir í bæjarráði eftir helgi. „Það yrði táknrænn gjörningur," segir Elliði. „Við erum meðvituð um samfélagslegt mikilvægi Sparisjóðs Vestmannaeyja. Okkar aðkoma að þessu máli er eðlileg hagsmunagæsla fyrir íbúa samfélagsins hér." Hann segir að það hafi aldrei verið hugmyndin með sölu stofnfjárbréfa að eigendur þeirra myndu leysa út mikinn hagnað af bréfum sínum. „Þetta er í takt við það sem stjórnin hefur lagt áherslu á," segir Arnar Sigmundsson varaformaður stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann segir að stjórnin hafi ekki afgreitt neina sölu á stofnfjárbréfum. Það muni ekki gerast næstu mánuði á meðan verið sé að auka stofnfé um 350 milljónir króna. Í þeirri hlutafjáraukningu hafi stofnfjáreigendur forkaupsrétt. Til þess að bærinn geti keypt verði einhver að falla frá forkaupsrétti sínum eða þá að selja bænum síðar. - bg Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira
Bæjarfulltrúar í bæjarstjórn Vestmannaeyja vilja koma í veg fyrir að Sparisjóður Vestmannaeyja verði yfirtekinn líkt og gerðist í Hafnarfirði. Bæjarstjórnin heitir á stjórn og stofnfjáreigendur að standa saman og sækist eftir að kaupa stofnfjárbréf til að gæta að hagsmunum bæjarfélagsins. „Ýmsir hafa verið að ásælast stofnfjárbréfin," segir Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyja. „Við vitum til þess að það hefur verið auglýst eftir stofnfjárbréfum til kaups. Í því sambandi eru nefndar háar fjárhæðir, allt að fjörutíu milljónum króna. Við viljum vara við þessu því miðað við þessa fjárhæð er verið að ásælast völd yfir varasjóði Sparisjóðs Vestmannaeyja." Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins er varasjóðurinn metinn á allt að 2,5 milljarða króna. Hins vegar er framlag sjötíu stofnfjáreigenda til sjóðsins einungis tæpar fjórar milljónir króna í formi keyptra stofnfjárbréfa. Uppreiknað virði hvers stofnfjárbréfs er um 55 þúsund krónur. Samkvæmt þessu gæti stofnfjáreigandi, sem keypti stofnfjárbréf á 55 þúsund krónur, selt bréfið á fjörutíu milljónir króna. „Bæjarstjórn Vestmannaeyja heitir á stjórn og stofnfjáreigendur Sparisjóðsins að standa saman og minnir jafnframt á að þeir eru trúnaðarmenn sjóðsins," segir í ályktun sem var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á fundi bæjarstjórnar í fyrradag. Þar lagði Elliði einnig til að bærinn keypti allt að fimm prósent stofnfjárbréfa Sparisjóðsins. Það yrði gert á genginu einn. Verður það mál tekið fyrir í bæjarráði eftir helgi. „Það yrði táknrænn gjörningur," segir Elliði. „Við erum meðvituð um samfélagslegt mikilvægi Sparisjóðs Vestmannaeyja. Okkar aðkoma að þessu máli er eðlileg hagsmunagæsla fyrir íbúa samfélagsins hér." Hann segir að það hafi aldrei verið hugmyndin með sölu stofnfjárbréfa að eigendur þeirra myndu leysa út mikinn hagnað af bréfum sínum. „Þetta er í takt við það sem stjórnin hefur lagt áherslu á," segir Arnar Sigmundsson varaformaður stjórnar Sparisjóðs Vestmannaeyja. Hann segir að stjórnin hafi ekki afgreitt neina sölu á stofnfjárbréfum. Það muni ekki gerast næstu mánuði á meðan verið sé að auka stofnfé um 350 milljónir króna. Í þeirri hlutafjáraukningu hafi stofnfjáreigendur forkaupsrétt. Til þess að bærinn geti keypt verði einhver að falla frá forkaupsrétti sínum eða þá að selja bænum síðar. - bg
Markaðir Mest lesið Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sjá meira