Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 10. október 2007 00:01 Í Bafta Auditorium í miðborg Lundúna Við háborðið má sjá Hannes Smárason forstjóra, Jón Sigurðsson, Örvar Kærnested og Benedikt Gíslason. Mynd/FL Group 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group. Markaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira
160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group.
Markaðir Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Sjá meira