Þrjár stoðir í FL Group eiga að skerpa áherslur í fjárfestingum 10. október 2007 00:01 Í Bafta Auditorium í miðborg Lundúna Við háborðið má sjá Hannes Smárason forstjóra, Jón Sigurðsson, Örvar Kærnested og Benedikt Gíslason. Mynd/FL Group 160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group. Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
160 manns sóttu fjárfestadag FL Group í Lundúnum. Kynnt var nýtt skipurit og stefna. Starfsmönnum hefur fjölgað úr fimm í tæp 40 á einu ári. FL Group á auðseljanlegar eignir sem standa undir skuldbindingum félagsins til næstu 24 mánaða. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Hannesar Smárasonar, forstjóra FL Group, á Capital Markets Day fjárfestakynningu í Lundúnum fyrir helgi. Á fundinum var kynnt nýtt skipurit og skipulag félagsins, auk þess sem nánari grein var gerð fyrir fjárfestingastefnu þess. Hannes fór yfir mikinn vöxt FL Group síðustu ár og kvað komið að þeim tímapunkti að straumlínulaga hefði þurft skipulag félagsins. Framkvæmdastjórn FL Group samanstendur nú af forstjóra, aðstoðarforstjóra og fimm framkvæmdastjórum. „Tekjusvið félagsins eru þrjú og njóta þau hvert nokkurs sjálfstæðis og bera ábyrgð á eigin fjárfestingum,“ sagði Hannes og bætti við að skipulag sem þetta myndi gera starfsemi félagsins markvissari og styrkja tekjugrunn. Jón Sigurðsson aðstoðarforstjóri er yfir svokölluðu Financial Institution Group (FIG) sviði, en undir það falla fjárfestingar í fjármálafyrirtækjum. Örvar Kærnested, stýrir einkafjárfestingum, eða Private Equity, en þar er sinnt skuldsettum yfirtökum, fjárfestingum í óskráðum félögum og skráningum á markaði. Þá er Benedikt Gíslason framkvæmdastjóri Capital Markets, en þar undir fellur meðal annars veltubók hlutabréfa, skuldabréfa og gjaldmiðla og afleiðugerningar fyrir samstæðuna. Þá sagði Hannes að innan sviðsins kæmi til greina stofnun vogunarsjóðs (Hedge Fund), mögulega með þátttöku annarra fjárfesta. Enn er þó unnið að útfærslu slíkra hugmynda og því ekki niðurneglt hve stór slíkur sjóður gæti orðið. Aðrir framkvæmdastjórar FL Group eru Sveinbjörn Indriðason, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, Halldór Kristmannsson framkvæmdastjóri samskiptasviðs, og Bernhard Bogason, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs. Fundur FL Group í Lundúnum var vel sóttur af fjárfestum, greinendum og öðrum markaðsaðilum. Alls sóttu fundinn um 160 manns. Blaðamaður Markaðarins sótti fundinn í boði FL Group.
Markaðir Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira